Atorka heldur áfram að auka hlut sinn í breska iðnaðarfyrirtækinu NWF Group og heldur nú utan um átján prósenta hlut.
Mikil hækkun hefur orðið á gengi NWF Group að undanförnu en í júní hefur hluturinn farið úr 695 pensum í 900 pens. Þetta gerir 29,4 prósenta hækkun. Frá áramótum nemur hækkunin tæpum 38 prósentum.
Verðmæti hlutabréfa Atorku í NWF Group er nú í kringum tvo milljarða króna.
Breska félagið byggir rekstur sinn á fóður- og eldsneytisdreifingu, aðfangadreifingu til stórmarkaða og rekstri garðyrkjuvöruverslana.