Spenna eykst á Kóreuskaga 20. júlí 2006 07:15 Mótmæli í Suður-Kóreu Þessi Suður-Kóreumaður kveikti í gær í fána Norður-Kóreu fyrir framan utanríkisráðuneytið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. MYND/AP Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna. Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverjum. Roh Moo-hyun, forseti Suður-Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harkalega við framferði Norður-Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efnahagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður-Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síðustu viku að ræða mannúðaraðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna.
Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira