Fjárfestingabankinn Morgan Stanley hefur hækkað verðmatsgengi sitt á easyJet úr 360 pensum á hlut í 450 og spáir góðu ferðamannasumri eins og sést berlega á farþegatölum í júní. EasyJet kemur einnig vel út þegar kennitölur stærstu lággjaldaflugfélaganna eru bornar saman.
Gengi easyJet stendur nú í 440 pensum á hlut en FL Group seldi tæplega sautján prósenta hlut í mars á 340 pens. Bréfin hafa því hækkað um 30 prósent frá sölunni.