EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar 2. ágúst 2006 07:30 Stefnt að þrjú hundruð þúsund áskrifendum að netleiknum EVE online Hugmyndir um skráningu eru til skoðunar þótt það sé ekki markmið í sjálfu sér. „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni. Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
„Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni.
Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira