Aðstandendur eru sáttir 8. ágúst 2006 07:30 Fjör í laugardalnum Ekki lögðu allir land undir fót en um 5.000 manns komu saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal þar sem Stuðmenn héldu uppi fjörinu. MYND/Daniel verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar. Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
verslunarmannahelgin Að sögn Braga Bergmann, talsmanns Vina Akureyrar sem stóðu að hátíðarhöldum þar í bæ, voru gestir til fyrirmyndar um helgina. Níutíu og níu prósent af gestum skemmtu sér með sóma. Auðvitað leynast svartir sauðir alls staðar en að mínu mati var þetta vel heppnað í alla staði. Í kringum 18.000 manns lögðu leið sína norður um helgina. Lokahátíðin á sunnudagskvöldinu var vel heppnuð en þar sungu Hreimur í Landi og sonum og Vignir í Írafári og stjórnuðu heimamenn miklum brekkusöng á íþróttavellinum við góðar undirtektir. Flugeldasýning var svo haldin undir lokin sem hnýtti slaufu á helgina. Í Vestmannaeyjum setti veðrið strik í reikninginn á Þjóðhátíðarhöldum en Páll Scheving, mótshaldari í Eyjum, var ánægður með hátíðina í ár. Auðvitað er erfitt þegar mikil bleyta er í dalnum en ég er ánægður með hversu lítið fólk lét það á sig fá. Hér skemmtu sér allir með bros á vör í rigningunni, segir Páll og bætir því við að íþróttahúsið hafi verið opið alla helgina og gat því fólk sem missti tjöldin sín í rokinu gist þar. Aldursforsetar hátíðarinnar Bubbi Morthens og Árni Johnsen voru hápunkturinn á hátíðinni og segir Páll að hann hafi sjaldan séð fleiri í Herjólfsdal og á sunnudagskvöldinu þegar þeir tróðu upp fyrir 9.000 manns. Fyrir austan var hátíðin Neistaflug haldin í Neskaupstað. Þar var veðrið gott og segir Þorvaldur Einarson, umsjónarmaður hátíðarinnar, að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina í ár og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Mótshaldarar einbeittu sér að því að hafa hátíðina fjölskylduvæna og var dagskráin eftir því. Páll Óskar var með ball fyrir unglingana og var stemningin þar alveg frábær. Svo voru alls konar skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina svo sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar og leikritið Ávaxtakarfan var sýnt við góðar undirtektir, segir Þorvaldur. Einar Bárðarson hélt að þessu sinni vímulausahátíð eins og venja er í Galtalæk um helgina. Hátíðin gekk meiriháttar vel og mikið var um barnafólk á svæðinu enda reyndum við að stíla inn á þann hóp. Um 5.000 manns sóttu hátíðina og voru öllum viðburðunum vel tekið af gestum. Stúlknasveitin Nylon, sem er að gera það gott í Bretlandi, hélt tónleika og Stuðmenn sungu við mikla gleði gesta. Hápunkturinn var þegar Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldson innanborðs stigu á stokk og þeir sýndu að þeir hafa engu gleymt, segir Einar, ánægður með hátíðarhöld helgarinnar.
Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?