Hagnaður þýska bílarisans BMW nam tæpum hundrað milljörðum íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi og jókst um þriðjung milli fjórðunga.
Sala á bifreiðum fyrirtækisins; sem framleiðir klassíska BMW-bíla auk Mini Cooper- og Rolls Royce-bifreiða, jókst um 3,2 prósent. Tekjur BMW jukust um 8,5 prósent og námu rúmum 1200 milljörðum íslenskra króna.
"Við erum á góðri leið með að ná markmiðum okkar fyrir árið 2006. Það stefnir allt í að þetta verði besta ár í sögu fyrirtækisins," sagði Helmut Panke forstjóri BMW.
agnaðaraukningin var talsvert meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir og hækkuðu bréf í BMW, sem skráð eru í kauphöllina í Frankfurt, um rúmlega tvö prósent í kjölfar fregnanna.