Hryðjuverkatilræðinu afstýrt 11. ágúst 2006 07:30 Þröngt á Heathrow-flugvelli Margt var um manninn á Heathrow í gær. Gífurleg öryggisgæsla var á vellinum og fjölmörgum flugferðum var aflýst og seinkað. Farþegar á Keflavíkurflugvelli urðu margir hverjir einnig fyrir verulegum töfum. MYND/AP Bresk yfirvöld björguðu í gær farþegum fjölda bandarískra flugvéla frá tortímingu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi ætlað að sprengja vélarnar á flugi með sprengiefni í fljótandi formi, sem átti að smygla um borð í handfarangri. Vélarnar áttu allar að fljúga frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Öll starfsemi á flugvellinum lamaðist um tíma, meðan föggur farþega og fatnaður voru grandskoðuð. Allur handfarangur var bannaður. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru einnig hertar í gær að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Lögreglan í Bretlandi hafði hendur í hári 24 grunaðra manna og sættu þeir yfirheyrslum í gær. Haft var eftir málsvara lögreglunnar að mennirnir handteknu væru lykilmenn samsærisins, en að rannsókn væri langt í frá lokið. Háttsettir bandarískir, franskir og pakistanskir embættismenn hafa lýst því yfir að margir hinna grunuðu séu breskir þegnar, sem eigi rætur að rekja til Pakistans og séu íslamstrúar. Það hefur ekki verið staðfest af breskum yfirvöldum. Forseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér að atburðir gærdagsins sýndu fram á að bandaríska þjóðin ætti í stríði við „íslamska fasista“. Fjölmargir sérfræðingar beggja megin Atlantshafs tengdu tilræðið við hryðjuverkanet al-Kaída og var haft á orði að í gær hefði staðið til að fremja mesta hryðjuverk síðan 11. september 2001. Erlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Bresk yfirvöld björguðu í gær farþegum fjölda bandarískra flugvéla frá tortímingu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi ætlað að sprengja vélarnar á flugi með sprengiefni í fljótandi formi, sem átti að smygla um borð í handfarangri. Vélarnar áttu allar að fljúga frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Öll starfsemi á flugvellinum lamaðist um tíma, meðan föggur farþega og fatnaður voru grandskoðuð. Allur handfarangur var bannaður. Öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli í flugi til Bandaríkjanna voru einnig hertar í gær að kröfu bandarískra flugmálayfirvalda. Lögreglan í Bretlandi hafði hendur í hári 24 grunaðra manna og sættu þeir yfirheyrslum í gær. Haft var eftir málsvara lögreglunnar að mennirnir handteknu væru lykilmenn samsærisins, en að rannsókn væri langt í frá lokið. Háttsettir bandarískir, franskir og pakistanskir embættismenn hafa lýst því yfir að margir hinna grunuðu séu breskir þegnar, sem eigi rætur að rekja til Pakistans og séu íslamstrúar. Það hefur ekki verið staðfest af breskum yfirvöldum. Forseti Bandaríkjanna lét hafa eftir sér að atburðir gærdagsins sýndu fram á að bandaríska þjóðin ætti í stríði við „íslamska fasista“. Fjölmargir sérfræðingar beggja megin Atlantshafs tengdu tilræðið við hryðjuverkanet al-Kaída og var haft á orði að í gær hefði staðið til að fremja mesta hryðjuverk síðan 11. september 2001.
Erlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira