Ofurlaun 12. ágúst 2006 08:45 Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira
Það er staðreynd, sem stundum er vanmetin, að sumir hafa meiri áhuga á peningum en aðrir. Margt fólk leitar annars í lífinu en að eiga ofsalega mikið fé, þótt flestir vilji jú eiga nóg að bíta og brenna. Sumir telja veraldlegan auð mikinn hégóma. Aðrir eru kapítalistar. Kapítalisti er samkvæmt minni skilgreiningu manneskja sem á nóga peninga, en vill samt alltaf meira. Þannig eru sumir kapítalistar, en aðrir ekki. Nákvæmlega eins og sumir eru alkóhólistar, en aðrir ekki. Alkóhólisti drekkur alltaf meira en hann þarf. EINHVERJIR kunna að lesa úr þessari skilgreiningu ákveðið virðingarleysi gagnvart auðmönnum, líkt og ég telji auðsöfnun þeirra bera vitni um fíkn. Kannski er það of langt gengið, en þó ekki fjarri lagi. Einu sinni sá ég viðtal við auðmann. Hann var spurður hvað drifi hann áfram. Hvers vegna vildi hann alltaf meira? Átti hann ekki nóg? Hann svaraði með því að líkja sér við íþróttamann. Hann vildi alltaf stökkva hærra. Hlaupa hraðar. Á ákveðnu stigi hætta peningar að vera peningar. Venjulegt fólk notar peninga sem gjaldmiðil. Maður fær þá fyrir að gera eitthvað ákveðið. Og maður notar þá til þess að kaupa sér eitthvað ákveðið. Á vissu stigi auðsöfnunar hættir þetta að vera svona. Magn peninganna verður slíkt að tilvist þeirra er ekki lengur fyrst og fremst spurning um að geta keypt eitthvað – það er orðið aukaatriði – heldur eru peningarnir orðnir að tákni um vissa tegund af afmarkaðri velgengni. Sumir eru góðir í bridge. Aðrir eru góðir í að kaupa og selja. ÞETTA er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Í umræðu um ofurlaun forstjóranna undanfarið hafa margir hlaupið til og fordæmt misskiptingu auðsins. Launabilið er orðið tvöhundruðfalt. Nú er ég einn af þeim sem telja ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að eiga skrilljón trilljónir, átta einkaþotur og fimmtíuogfimm sportbíla. Hver á að fara með alla þessa bíla í smurningu? Aukinheldur tel ég að það sé ekki eftirsóknarvert að sitja heima hjá sér með fimm tölvuskjái og fylgjast með þróun markaða í því augnamiði að græða sem mest fé. Betra er að vera hamingjusamur með minna fé en stressaður með mikið. EN þó vil ég segja eftirfarandi: Misskiptingin er áhyggjuefni. Ekki vegna þess að sumir eru orðnir ofsalega ríkir, heldur vegna þess hversu margir eru fátækir. Það er ekki ástæða til að fordæma há laun ef þeirra er réttlátlega aflað – sem er reyndar ekki alltaf raunin – heldur er meiri ástæða til að fordæma það að fátækt líðist í landinu. Þá fordæmingu skortir stundum og aðgerðir að sama skapi. Niðurstaðan er þessi: Ef enginn þarf að búa við skort og ef allir eiga jöfn tækifæri á því, ef þeir svo kjósa með mikilli vinnu og menntun að verða ríkir, þá er mér slétt sama um það í hversu mörgum heimsálfum sumir eiga hús. Nokkuð skortir hins vegar upp á að þessum skilyrðum sé fullnægt.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Sjá meira