Til skoðunar að heimila hvalveiðar 12. ágúst 2006 07:45 Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Sjávarútvegsráðuneytið er að kanna möguleikann á því að heimila á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé komið á rekspöl. Engin ákvörðun hefur þó enn verið tekin. Meiri líkur eru á því að mjög takmarkaðar atvinnuveiðar á hrefnu verði leyfðar í haust en á stórhvölum. Ef veiði á stórhvölum yrði leyfð yrði aðeins um örfá dýr að ræða. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að starfsmenn ráðuneytisins velti fyrir sér ýmsum möguleikum en ekki sé búið að taka neina ákvörðun um að hefja hvalveiðar. Málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt heimildum blaðsins er hugsanlegt að það komi inn á borð hennar á næstunni. Árið 2002 þegar Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið, eftir að hafa gengið úr því tíu árum áður, skuldbundu þeir sig til þess að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Stefán segir að nú séu Íslendingar ekki lengur skuldbundnir til þess að banna hvalveiðar. „Við höfum þjóðréttarlegan rétt til þess að hefja hvalveiðar en það er ekki þar með sagt að við byrjum veiðar um leið og við megum það. Takmörkunin var annars vegar fólgin í því að við myndum ekki byrja veiðar fyrir 1. janúar 2006 og hins vegar ekki á meðan það væri framgangur í viðræðum um endurskoðun stjórnkerfis hvalveiðiráðsins. Þeim framgangi lauk á ársfundinum fyrir rúmu ári síðan.“ Hvalveiðar voru stundaðar við Ísland allt til ársins 1989, þegar hvalveiðibann tók gildi. Árið 2003 hófust hrefnuveiðar í vísindaskyni við strendur landsins og í ár var kvótinn fimmtíu dýr. Veiðitímabilinu lýkur á mánudaginn og að sögn Gunnars Bergmann, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, höfðu í gær veiðst 45 hrefnur. Hann segir að sér lítist vel á það að heimila veiðar í atvinnuskyni á ný. „Ég fagna því ef það verður reyndin. Í sumar höfum við veitt tæplega fimmtíu dýr og mikil eftirspurn er eftir kjötinu. Markaðurinn er því sannarlega fyrir hendi.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira