Nú er mál að linni – nú stíg ég af sviðinu 19. ágúst 2006 00:01 STIGIÐ AF SVIÐINU. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, lauk ræðu sinni á flokksþinginu í gær á orðunum: „En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu.“ Flokksmenn hylltu Halldór að ræðunni lokinni með löngu lófataki. MYND/STEFAN Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Halldór Ásgrímsson staldraði stuttlega við fjölmörg málefni í fjörutíu mínútna langri setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meðal þess sem hann ræddi um voru breytingar á þjóðfélaginu, útgjaldaaukning til velferðarmála, skattar, varnarmál, Evrópusambandið, sjávarútvegur, landbúnaðarkerfið og Kárahnjúkavirkjun. Halldór gerði fíkniefnaneyslu að sérstöku umtalsefni þegar hann ræddi það sem hefur misfarist. Sagði hann einhverjar orrustur hafa unnist í baráttunni gegn þessum mesta vágesti samtímans en miklu fleiri hefðu tapast. Lýsti hann áhyggjum sínum af starfsemi alþjóðlegra samtaka um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Sagði hann það váleg tíðindi, enda tilgangur slíkra samtaka að vega að æskunni, byrla henni eitur og græða á ógæfu annarra. Sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Hnýtti hann aftan við að velsældin ætti sér sínar skuggahliðar. Í niðurlagi ræðu sinnar þakkaði Halldór samflokksmönnum sínum traust þeirra í gegnum árin. Sagði hann Framsóknarflokkinn hafa gefið sér miklu meira en hann honum og kvað engan einn mann stærri en flokkinn. Þakkaði hann Sigurjónu konu sinni og fjölskyldunni allri fyrir stuðning sem aldrei hefði brugðist. Þakkaði hann samstarfsflokknum í ríkisstjórn, alþingismönnum, embættismönnum og öðrum sem hann hefði unnið mikið með fyrir langt og farsælt samstarf. Þá þakkaði hann þjóðinni fyrir umburðarlyndi og traust. Lokaorð Halldórs Ásgrímssonar í ræðunni á flokksþinginu voru: "En nú er mál að linni. Nú taka aðrir við. Nú stíg ég niður af sviðinu. Þakka ykkur fyrir." Risu þingfulltrúar úr sætum og hylltu fráfarandi formann sinn með löngu lófataki.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira