Sitja eftir í séreigninni 6. september 2006 00:01 Sjóðsfélagar í séreignardeildum eru aðeins þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeilda Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða bendir á að mikil samkeppni sé við aðra vörsluaðila um séreignarsparnað. Fréttablaðið/Hari Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls. Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Um síðustu áramót var fjöldi sjóðsfélaga í lífeyrissjóðakerfinu yfir 174 þúsund en á sama tíma greiddu tæplega 59 þúsund séreignarsparnað til lífeyrissjóðanna, samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið tók saman og birti nýverið. Hlutfall sjóðsfélaga séreignardeilda er því um þriðjungur af sjóðsfélögum sameignardeildanna. Þetta hlutfall er jafnvel enn lægra hjá stærstu lífeyrissjóðum landsins, Gildi, LSR og LV, eða sjö til fjórtán prósent. Í samantekt FME kemur fram að séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila var um 146 milljarðar króna í árslok 2005 og hafði hækkað um tæpan þriðjung á milli ára. Þetta jafngildir tólf prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðir, sem voru hreinir séreignarsjóðir fyrir gildistöku laga frá 1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, skera sig mjög úr í þessum efnum, en tæp sextíu prósent af öllum séreignarsparnaði landsmanna liggur hjá þessum sjóðum, eða 86,5 milljarðar. Þessir sjóðir bjóða einnig lágmarkstryggingavernd. Vörsluaðilar, aðrir en lífeyrissjóðir, höfðu í sinni vörslu 40,8 milljarða í séreign en aðrir lífeyrissjóðir, sem byggja eignir sínar að stórum hluta á samtryggingu, voru aðeins með 18,7 milljarða í vörslu. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að bankar, sparisjóðir og aðrir vörsluaðilar séu í mikilli samkeppni við lífeyrissjóðina um viðbótarlífeyrissparnað fólks. Það hefur ekki verið rætt sameiginlega innan lífeyrissjóðanna hvernig hækka megi þetta hlutfall, enda eru sjóðirnir líka í innbyrðis samkeppni um viðbótarlífeyrissparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir kvarta ekki undan samkeppninni við aðra vörsluaðila, enda geta sjóðirnir oft sýnt betri ávöxtun og lægri kostnað. Endanlegt val er hins vegar alltaf hjá einstaklingunum. Þegar Hrafn var inntur eftir því hvort lífeyrissjóðir auglýsi sig of lítið svaraði hann að þótt stjórnendur lífeyrissjóða leggi sig fram við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki þýði það ekki að sjóðirnir séu ósýnilegir, enda sendi þeir fréttabréf til sjóðsfélaga og auglýsi sig í blöðum stéttarfélaga. Ég hef meiri áhyggjur af að fólk skuli ekki taka þátt í séreignarsparnaði. Það er mikið hagræði í því, segir Hrafn og vísar þar til íslenskrar könnunar sem sýndi að aðeins helmingur launþega borgi í viðbótarlífeyrissparnað. Hann segir að séreignardeildir lífeyrissjóðanna hafi vaxið á þeim tíma þegar þeir sem greiddu ekki í séreignarsparnað fengu samt sem áður eitt prósent í viðbótarlífeyrissparnað frá atvinnurekendum. Þetta fyrirkomulag var afnumið árið 2005 er sparnaðurinn varð valfrjáls.
Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira