Annar hver Svíi býst við sigri borgaralegra 9. september 2006 02:30 Lars Leijonborg formaður Þjóðarflokksins bað þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu. Annar hver kjósandi í Svíþjóð býst við kosningasigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum 17. september, að því er fram kemur í nýbirtri könnun viðhorfsrannsóknastofnunarinnar Skop. Könnunin var að vísu gerð áður en það komst í hámæli að starfsmenn Þjóðarflokksins, eins af flokkunum fjórum í kosningabandalagi borgaraflokkanna, hefðu gerst sekir um að brjótast inn á innri vef Jafnaðarmannaflokksins, en þessi niðurstaða er enn ein vísbendingin um að sænskir kjósendur séu farnir að stilla sig inn á að gefa jafnaðarmönnum frí frá stjórnartaumunum, sem þeir hafa haldið um í sextíu af síðustu sjötíu árum. Samkvæmt könnuninni, sem vitnað er til á fréttavef Dagens Nyheter, trúa 49 prósent aðspurðra á sigur borgaraflokkanna, en 45 prósent að vinstriflokkarnir hafi betur. Hin sex prósentin tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Aldrei hafa fleiri verið á kjörskrá í þingkosningum í landinu, 6.834.169 manns. Reinfeldt og Persson Frá sjónvarpskappræðum keppinautanna um forsætisráðherrastólinn á miðvikudagskvöld. Samkvæmt mælingum á viðbrögðum áhorfenda þykir Reinfeldt hafa staðið sig betur. nordicphotos/afp Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, var í yfirheyrslu í beinni útsendingu sænska ríkissjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Þar bað hann sænsku þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu, en biðlaði til kjósenda að missa ekki traustið á sér og flokki sínum. Samkvæmt könnunum fjölmiðla á viðbrögðum áhorfenda þótti Leijonborg komast vel frá yfirheyrslunni. Rétt rúm vika er til kosninga og binda Þjóðarflokksmenn vonir við að á endasprettinum falli þetta leiðindamál aftur í skuggann af eiginlegu kosningamálunum. Og á þeim vígstöðvum virðast jafnaðarmenn eftir sem áður í vörn. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, þykir samkvæmt mælingum fjölmiðla á viðbrögðum fólks hafa staðið sig mun betur en Persson í sjónvarpskappræðum síðustu vikna. Síðast þegar þeir hittust í sjónvarpi, á TV4-stöðinni síðastliðið miðvikudagskvöld, voru atvinnumál og fleiri höfuðmálefni kosningabaráttunnar í brennidepli. Persson lýsti þar jafnaðarmönnum sem varðhundum velferðarkerfisins en Reinfeldt boðaði nýja atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undir sinni forystu. Meginkosningaloforð borgaralegu flokkanna er að draga úr atvinnuleysi og að lækka skatta. Þeir Reinfeldt og Persson reyna aftur með sér í sjónvarpskappræðum í ríkissjónvarpinu SVT á sunnudagskvöld en í gær mættust þeir í útvarpinu. Lokakappræðurnar fara fram á föstudagskvöldið. Erlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Annar hver kjósandi í Svíþjóð býst við kosningasigri borgaralegu flokkanna í þingkosningunum 17. september, að því er fram kemur í nýbirtri könnun viðhorfsrannsóknastofnunarinnar Skop. Könnunin var að vísu gerð áður en það komst í hámæli að starfsmenn Þjóðarflokksins, eins af flokkunum fjórum í kosningabandalagi borgaraflokkanna, hefðu gerst sekir um að brjótast inn á innri vef Jafnaðarmannaflokksins, en þessi niðurstaða er enn ein vísbendingin um að sænskir kjósendur séu farnir að stilla sig inn á að gefa jafnaðarmönnum frí frá stjórnartaumunum, sem þeir hafa haldið um í sextíu af síðustu sjötíu árum. Samkvæmt könnuninni, sem vitnað er til á fréttavef Dagens Nyheter, trúa 49 prósent aðspurðra á sigur borgaraflokkanna, en 45 prósent að vinstriflokkarnir hafi betur. Hin sex prósentin tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Aldrei hafa fleiri verið á kjörskrá í þingkosningum í landinu, 6.834.169 manns. Reinfeldt og Persson Frá sjónvarpskappræðum keppinautanna um forsætisráðherrastólinn á miðvikudagskvöld. Samkvæmt mælingum á viðbrögðum áhorfenda þykir Reinfeldt hafa staðið sig betur. nordicphotos/afp Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokksins, var í yfirheyrslu í beinni útsendingu sænska ríkissjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Þar bað hann sænsku þjóðina afsökunar á tölvunjósnahneykslinu, en biðlaði til kjósenda að missa ekki traustið á sér og flokki sínum. Samkvæmt könnunum fjölmiðla á viðbrögðum áhorfenda þótti Leijonborg komast vel frá yfirheyrslunni. Rétt rúm vika er til kosninga og binda Þjóðarflokksmenn vonir við að á endasprettinum falli þetta leiðindamál aftur í skuggann af eiginlegu kosningamálunum. Og á þeim vígstöðvum virðast jafnaðarmenn eftir sem áður í vörn. Fredrik Reinfeldt, formaður Hægriflokksins og forsætisráðherraefni borgaraflokkanna, þykir samkvæmt mælingum fjölmiðla á viðbrögðum fólks hafa staðið sig mun betur en Persson í sjónvarpskappræðum síðustu vikna. Síðast þegar þeir hittust í sjónvarpi, á TV4-stöðinni síðastliðið miðvikudagskvöld, voru atvinnumál og fleiri höfuðmálefni kosningabaráttunnar í brennidepli. Persson lýsti þar jafnaðarmönnum sem varðhundum velferðarkerfisins en Reinfeldt boðaði nýja atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undir sinni forystu. Meginkosningaloforð borgaralegu flokkanna er að draga úr atvinnuleysi og að lækka skatta. Þeir Reinfeldt og Persson reyna aftur með sér í sjónvarpskappræðum í ríkissjónvarpinu SVT á sunnudagskvöld en í gær mættust þeir í útvarpinu. Lokakappræðurnar fara fram á föstudagskvöldið.
Erlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila