Skráning Exista dregur fram dulda eign KB banka 15. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis. Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Hlutafé Exista hf. verður skráð á aðallista Kauphallarinnar fyrir opnun markaða í dag. Félagið er á meðal öflugustu fyrirtækja landsins og nema heildareignir þess yfir 300 milljörðum króna. Exista verður fjórða verðmætasta félagið í Kauphöllinni á eftir viðskiptabönkunum þremur. Exista starfar á sviði fjármálaþjónustu, einkum trygginga og eignaleigu, meðal annars undir merkjum VÍS og Lýsingar. Þá er Exista kjölfestufjárfestir í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Kaupþingi banka, Bakkavör Group og Símanum. Í fyrradag lauk útboði á hlutabréfum í Exista til starfsmanna félagsins og til almennings, en í boði voru 0,6 prósent heildarhlutafjár fyrir hvorn hóp um sig. Alls 130 milljón hlutir. Söluverð á hlut var 21,5 krónur, en það er sama verð og var í útboði til fagfjárfesta í síðustu viku. Starfsmenn félagsins skráðu sig fyrir öllum hlutum sem þeim stóðu til boða og eftirspurn í almenna útboðinu var langt umfram framboð. Alls bárust óskir um kaup fyrir allt að 42 milljarða króna, en í boði voru ekki nema 1,4 milljarðar. Í almenna úboðinu fengu fjárfestar að kaupa fyrir meira en 240 þúsund krónur, eða helminginn af þeim hlut sem þeir skráðu sig fyrir ef upphæðin hans var lægri. Merki Exista Kaupþing banki sá um útboðið á bréfunum í Exista og innleystur hagnaður bankans af sölu bréfa í félaginu var 10,6 milljarðar króna. Þar kemur til bæði sala í útboðinu og til lífeyrissjóða í byrjun síðasta mánaðar. Að auki á bankinn um 10,8 prósenta hlut í Exista, en hann er áætlað að greiða til hluthafa í formi arðs. Greiningardeild Glitnis segir allt útlit fyrir methagnað á þriðja ársfjórðungi hjá Kaupþingi banka vegna viðskiptanna með bréf Exista. "Óvíst er um þróun verðs á bréfunum það sem eftir lifir af þriðja ársfjórðungi en miðað við útboðsverðið (21,5 krónur á hlut) hefur myndast 13,2 milljarða króna óinnleystur hagnaður af eftirstandandi eign bankans í félaginu. Samtals nemur því hagnaður bankans af ráðstöfun hlutabréfa í Exista sem stendur um 23,8 milljörðum króna fyrir skatta." Fyrir skráningu bréfa Exista bókfærði Kaupþing banki þau á kaupverði en ekki áætluðu markaðsvirði líkt og gert verður eftirleiðis.
Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira