Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar 19. september 2006 00:01 Ásthildur Helgadóttir Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira