Skilning skortir í samfélaginu 2. október 2006 03:30 Ólöf Bjarnadóttir Tauga- og endurhæfingarlæknir Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira