Bjartsýnt fólk kaupir tónlist 3. október 2006 02:00 pjetur við tónlistar-dvd deildina Líklega besta úrval landsins. MYND/Elma Guðmundsdóttir Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt." Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt."
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira