Vilja tvöföldun örorkulífeyris 7. október 2006 05:00 Jón Kristjánsson Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Í henni er farið fram á að grunnörorkulífeyrir ofangreinds hóps verði tvöfaldaður samkvæmt samkomulagi ÖBÍ og ríkisins frá 25. mars 2003 auk skaðabóta sem jafngilda 100% álagi á lífeyrinum vegna tímabilsins 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Íslenska ríkið heldur hins vegar fram að ríkissjóður sé einungis skuldbundinn til að veita einum milljarði króna til verkefnisins, en samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins hefði full framkvæmd þess kostað um einn og hálfan milljarð. Til skýrslutöku mættu meðal annarra Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður ÖBÍ, og Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Garðar sagði að aldrei hefði komið fram að framkvæmdirnar mættu ekki kosta meira en einn milljarð á meðan að starfshópur sem hann átti meðal annars sæti í vann að tillögum um lagabreytingar svo að samkomulaginu mætti hrinda í framkvæmd. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2004 var lagt fram um haustið hefði annað komið í ljós. Jón Kristjánsson hafi þá sagst ætla að beita sér fyrir því að fá 2/3 hluta samkomulagsins efndan 1. janúar 2004 og leggja síðan til að síðasti þriðjungurinn kæmi inn á fjárlög næsta árs og gengju í gildi 1. janúar 2005. Jón Kristjánsson sagði að ríkissjóður hefði einungis samþykkt að veita einum milljarði til framkvæmdarinnar og að Garðari hefði verið kunnugt um það. Hann sagðist þó hafa kannað möguleikann á því að fá auknar fjárheimildir í fjárlögum ársins 2005. Jón sagðist hafa rætt málið óformlega innan ríkisstjórnarinnar en þó ekki á ríkisstjórnarfundum en ríkisstjórnin hafi litið svo á að einn milljarður væri öll upphæðin sem hún hefði skuldbundið sig til að veita til verkefnisins. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Aðalmeðferð hófst í í gær máli Öryrkjabandalags Íslands á hendur íslenska ríkinu vegna vanefnda þess síðarnefnda á samkomulagi um tvöföldun grunnörorkulífeyris þeirra sem metnir eru 75% öryrkjar eða meira. Aðalkröfu ÖBÍ var vísað frá en málið tekið til dóms á forsendum varakröfu. Í henni er farið fram á að grunnörorkulífeyrir ofangreinds hóps verði tvöfaldaður samkvæmt samkomulagi ÖBÍ og ríkisins frá 25. mars 2003 auk skaðabóta sem jafngilda 100% álagi á lífeyrinum vegna tímabilsins 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Íslenska ríkið heldur hins vegar fram að ríkissjóður sé einungis skuldbundinn til að veita einum milljarði króna til verkefnisins, en samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar ríkisins hefði full framkvæmd þess kostað um einn og hálfan milljarð. Til skýrslutöku mættu meðal annarra Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður ÖBÍ, og Jón Kristjánsson fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Garðar sagði að aldrei hefði komið fram að framkvæmdirnar mættu ekki kosta meira en einn milljarð á meðan að starfshópur sem hann átti meðal annars sæti í vann að tillögum um lagabreytingar svo að samkomulaginu mætti hrinda í framkvæmd. Þegar fjárlagafrumvarp ársins 2004 var lagt fram um haustið hefði annað komið í ljós. Jón Kristjánsson hafi þá sagst ætla að beita sér fyrir því að fá 2/3 hluta samkomulagsins efndan 1. janúar 2004 og leggja síðan til að síðasti þriðjungurinn kæmi inn á fjárlög næsta árs og gengju í gildi 1. janúar 2005. Jón Kristjánsson sagði að ríkissjóður hefði einungis samþykkt að veita einum milljarði til framkvæmdarinnar og að Garðari hefði verið kunnugt um það. Hann sagðist þó hafa kannað möguleikann á því að fá auknar fjárheimildir í fjárlögum ársins 2005. Jón sagðist hafa rætt málið óformlega innan ríkisstjórnarinnar en þó ekki á ríkisstjórnarfundum en ríkisstjórnin hafi litið svo á að einn milljarður væri öll upphæðin sem hún hefði skuldbundið sig til að veita til verkefnisins.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira