Lifrarbólgutilfellum fjölgar 7. október 2006 09:15 Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir segir ekki ásæðu til að óttast faraldur eins og varð á árunum 1989-1992. Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða. Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða.
Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira