Íslendinga skortir skipulag í vörninni 9. október 2006 07:00 Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag. Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag.
Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira