Íslendinga skortir skipulag í vörninni 9. október 2006 07:00 Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag. Íþróttir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag.
Íþróttir Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira