Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar.
Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum.
Orðrómi þessum er alfarið vísað á bug í herbúðum Baugs og segjast forsvarsmenn félagsins ætla að vera áfram kjölfestufjárfestar í báðum félögum, enda sé þar innandyra mikil trú á stefnu þeirra og framtíð.
Stefnt er að skráningu bæði Teymis og 365 á markað eftir að Dagsbrún hefur verið skipt upp og félagið afskráð úr Kauphöll Íslands.