Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. október 2006 06:00 Ingvar H. Ragnarsson Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira