Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. október 2006 06:00 Ingvar H. Ragnarsson Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira