Þorskeldiskynbætur á Íslandi 17. október 2006 05:00 Frá því á vormánuðum 2003 hefur verið unnið skipulega að söfnun hrogna úr hrygningarþorski við strendur Íslands til myndunar grunnstofns þorskkynbóta. Upphafið að þessari vinnu má rekja til stofnunar fyrirtækisins IceCod ehf. sem er í eigu Stofnsfisks hf., Hafrannsóknastofnunar, Prokaria hf., Fiskey ehf. og ÞÞL ehf. Fyrsta áfanga verkefnis fyrirtækisins um að þróa framtíðargrunnstofn er lokið. Frá 2003 hefur verið safnað hrognum úr 698 hrygnum frá ellefu hrygningarsvæðum við Ísland. Mest hefur verið safnað við suðurströndina, en einnig var safnað við norðaustur- og norðvesturströndina. Er áætlað að 350 fjölskylduhópar muni nýtast í grunnstofn þorskkynbóta. Meta þarf arfgengi mikilvægra eiginleika í grunnstofni og með því hvaða kynbótakerfi henti best þorskakynbótum. Þetta útheimtir umfangsmikið tilraunaeldi. Þorskseiðin sem klakin voru 2003 og 2004 eru komin í áframeldi í kvíum hjá samstarfsaðilum IceCod, HB-Granda og Hraðfrystihúsinu Gunnvör. Yngsti árgangurinn er enn í strandeldi en hinir eru í sjókvíum á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Elsti árgangurinn (2003) er nú um 1,6-2 kg. Ljóst er af tilraunaeldi þorsks að það tekur um það bil 18 mánuði að ala þorsk úr 0,1 kg í 2 kg miðað við sjávarhita á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Það er mat IceCod að söfnun í grunnstofn hafi tekist vel og fyrir liggur fyrsta mat á arfgengi vaxtar í íslenskum eldisþorski og raunhæft talið að kynbætur eigi eftir að bæta arðsemi þorskeldis. Þar er horft til reynslu frá öðrum tegundum, svo sem laxeldi, þar sem kynbætur hafa skilað verulegum árangri til aukinnar framleiðslu og lækkunar framleiðslukostnaðar. Næsta verkefni IceCod er að hanna kynbótakerfi sem hentar fyrir þorskeldi í framtíðinni. Það er verkefni komandi ára. Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Frá því á vormánuðum 2003 hefur verið unnið skipulega að söfnun hrogna úr hrygningarþorski við strendur Íslands til myndunar grunnstofns þorskkynbóta. Upphafið að þessari vinnu má rekja til stofnunar fyrirtækisins IceCod ehf. sem er í eigu Stofnsfisks hf., Hafrannsóknastofnunar, Prokaria hf., Fiskey ehf. og ÞÞL ehf. Fyrsta áfanga verkefnis fyrirtækisins um að þróa framtíðargrunnstofn er lokið. Frá 2003 hefur verið safnað hrognum úr 698 hrygnum frá ellefu hrygningarsvæðum við Ísland. Mest hefur verið safnað við suðurströndina, en einnig var safnað við norðaustur- og norðvesturströndina. Er áætlað að 350 fjölskylduhópar muni nýtast í grunnstofn þorskkynbóta. Meta þarf arfgengi mikilvægra eiginleika í grunnstofni og með því hvaða kynbótakerfi henti best þorskakynbótum. Þetta útheimtir umfangsmikið tilraunaeldi. Þorskseiðin sem klakin voru 2003 og 2004 eru komin í áframeldi í kvíum hjá samstarfsaðilum IceCod, HB-Granda og Hraðfrystihúsinu Gunnvör. Yngsti árgangurinn er enn í strandeldi en hinir eru í sjókvíum á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Elsti árgangurinn (2003) er nú um 1,6-2 kg. Ljóst er af tilraunaeldi þorsks að það tekur um það bil 18 mánuði að ala þorsk úr 0,1 kg í 2 kg miðað við sjávarhita á Berufirði og í Ísafjarðardjúpi. Það er mat IceCod að söfnun í grunnstofn hafi tekist vel og fyrir liggur fyrsta mat á arfgengi vaxtar í íslenskum eldisþorski og raunhæft talið að kynbætur eigi eftir að bæta arðsemi þorskeldis. Þar er horft til reynslu frá öðrum tegundum, svo sem laxeldi, þar sem kynbætur hafa skilað verulegum árangri til aukinnar framleiðslu og lækkunar framleiðslukostnaðar. Næsta verkefni IceCod er að hanna kynbótakerfi sem hentar fyrir þorskeldi í framtíðinni. Það er verkefni komandi ára.
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira