Fréttablaðið með yfirburði 17. október 2006 06:30 Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og hefur forysta blaðsins á önnur blöð aldrei mælst meiri. Að meðaltali lesa 68,9 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Capacent-Gallup gerði í september. 91,2 prósent landsmanna lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni sem könnunin stóð yfir. 49,6 prósent landsmanna lesa Morgunblaðið að meðaltali hvern dag en 74,7 prósent sögðust hafa lesið Morgunblaðið einhvern tímann í könnunarvikunni. Meðallestur Blaðsins mælist nú 45,6 prósent en 70,8 prósent landsmanna lásu Blaðið vikuna sem könnunin var gerð. Þetta þýðir að hvern dag lesa að meðaltali um 44 þúsund fleiri Fréttablaðið en Morgunblaðið, og 54 þúsund fleiri lesa Fréttablaðið en Blaðið. Fréttablaðið styrkir stöðu sína sem mest lesna blað landsins frá síðustu könnun sem var gerð í vor. Meðallestur Fréttablaðsins hækkar um 0,6 prósentustig, á sama tíma og lestur Morgunblaðsins minnkar um 4,7 prósentustig og lestur Blaðsins eykst um 12,7 prósentustig. Sem fyrr er Fréttablaðið meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Þegar horft er til meðallesturs á höfuðborgarsvæðinu þá er Fréttablaðið lesið af 72,9 prósentum íbúanna á hverjum degi, Morgunblaðið af 53,7 prósentum íbúa og Blaðið af 54,1 prósenti. 93,9 prósent höfuðborgarbúa lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni, 78,8 prósent Morgunblaðið og 79,3 prósent Blaðið. Þetta þýðir að Morgunblaðið er komið í þriðja sæti á lista íbúa höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að lestri dagblaða. Ef lesendum á höfuðborgarsvæðinu er skipt í aldurshópa þá sést að 69,2 prósent fólks á aldrinum 16 til 29 ára lesa Fréttablaðið að meðaltali hvern dag, 37,9 prósent Morgunblaðið og 43 prósent Blaðið. Í aldurshópnum 18 til 49 ára lesa 70,7 prósent Fréttablaðið, 44,5 prósent Morgunblaðið og 48,8 prósent Blaðið. Meðal fimmtíu ára og eldri lesa 82,2 prósent Fréttablaðið, 74,2 prósent Morgunblaðið og 68,6 prósent Blaðið. Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og hefur forysta blaðsins á önnur blöð aldrei mælst meiri. Að meðaltali lesa 68,9 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Capacent-Gallup gerði í september. 91,2 prósent landsmanna lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni sem könnunin stóð yfir. 49,6 prósent landsmanna lesa Morgunblaðið að meðaltali hvern dag en 74,7 prósent sögðust hafa lesið Morgunblaðið einhvern tímann í könnunarvikunni. Meðallestur Blaðsins mælist nú 45,6 prósent en 70,8 prósent landsmanna lásu Blaðið vikuna sem könnunin var gerð. Þetta þýðir að hvern dag lesa að meðaltali um 44 þúsund fleiri Fréttablaðið en Morgunblaðið, og 54 þúsund fleiri lesa Fréttablaðið en Blaðið. Fréttablaðið styrkir stöðu sína sem mest lesna blað landsins frá síðustu könnun sem var gerð í vor. Meðallestur Fréttablaðsins hækkar um 0,6 prósentustig, á sama tíma og lestur Morgunblaðsins minnkar um 4,7 prósentustig og lestur Blaðsins eykst um 12,7 prósentustig. Sem fyrr er Fréttablaðið meira lesið en hin blöðin alla daga vikunnar, af báðum kynjum, öllum aldurshópum og í öllum landshlutum. Þegar horft er til meðallesturs á höfuðborgarsvæðinu þá er Fréttablaðið lesið af 72,9 prósentum íbúanna á hverjum degi, Morgunblaðið af 53,7 prósentum íbúa og Blaðið af 54,1 prósenti. 93,9 prósent höfuðborgarbúa lásu Fréttablaðið einhvern tímann í vikunni, 78,8 prósent Morgunblaðið og 79,3 prósent Blaðið. Þetta þýðir að Morgunblaðið er komið í þriðja sæti á lista íbúa höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að lestri dagblaða. Ef lesendum á höfuðborgarsvæðinu er skipt í aldurshópa þá sést að 69,2 prósent fólks á aldrinum 16 til 29 ára lesa Fréttablaðið að meðaltali hvern dag, 37,9 prósent Morgunblaðið og 43 prósent Blaðið. Í aldurshópnum 18 til 49 ára lesa 70,7 prósent Fréttablaðið, 44,5 prósent Morgunblaðið og 48,8 prósent Blaðið. Meðal fimmtíu ára og eldri lesa 82,2 prósent Fréttablaðið, 74,2 prósent Morgunblaðið og 68,6 prósent Blaðið.
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira