Stjórnskipuleg áhætta að skerða eftirlaun ráðamanna 18. október 2006 06:30 Helgi Hjörvar Lögfræðiálit fyrir forsætisráðherra um eftirlaunalög fyrir alþingismenn má heimfæra upp á skerðingu til öryrkja. MYND/Vilhelm Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“ Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira