Stjórnskipuleg áhætta að skerða eftirlaun ráðamanna 18. október 2006 06:30 Helgi Hjörvar Lögfræðiálit fyrir forsætisráðherra um eftirlaunalög fyrir alþingismenn má heimfæra upp á skerðingu til öryrkja. MYND/Vilhelm Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“ Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira