Segir ráðherrana hafa viljað kanna tengsl Svavars og STASI 18. október 2006 07:45 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Þór Whitehead sagnfræðiprófessor greinir frá því í Fréttablaðinu í dag að Steingrímur og Jón Baldvin hafi viljað vita „hvort Svavar hafi verið í hópi erindreka STASI“, eins og segir orðrétt í grein Þórs og vitnar hann þar til frásagnar Róberts Trausta Árnasonar, sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel í lok kalda stríðsins. Jón Baldvin segist hafa beðið Róbert Trausta um að athuga tengsl STASI við íslenska þegna og Ísland, líkt og forsvarsmenn annarra þjóða gerðu á leiðtogafundi NATO í Brussel um fimm vikum eftir að Berlínarmúrinn féll, í nóvember 1989. „Ef ég hefði ekki beðið Róbert Trausta um að athuga þetta, þá hefði ég verið að bregðast skyldum mínum. Það var mikilvægt fyrir mig að vita að Svavar væri saklaus eins og aðrir íslenskir þegnar en ég óskaði ekki eftir því sérstaklega að tengsl Svavars við STASI væru skoðuð. Síðan fékk ég þær upplýsingar, frá Róberti Trausta, að STASI hefði ekki haft neina starfsemi er tengdist íslenskum þegnum eða Íslandi yfir höfuð, og það var ákveðinn léttir.“ Steingrímur segist ekki vita til þess að tengsl Svavars við STASI hafi verið könnuð. „Það var vitanlega vilji hjá öllum á leiðtogafundi NATO að skoða starfsemi STASI og hvert hún hefði teygt anga sína. Tengsl STASI við Ísland reyndust engin vera og það lágu engar óskir fyrir um að kanna tengsl við ákveðna einstaklinga.“ Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Þór Whitehead sagnfræðiprófessor greinir frá því í Fréttablaðinu í dag að Steingrímur og Jón Baldvin hafi viljað vita „hvort Svavar hafi verið í hópi erindreka STASI“, eins og segir orðrétt í grein Þórs og vitnar hann þar til frásagnar Róberts Trausta Árnasonar, sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel í lok kalda stríðsins. Jón Baldvin segist hafa beðið Róbert Trausta um að athuga tengsl STASI við íslenska þegna og Ísland, líkt og forsvarsmenn annarra þjóða gerðu á leiðtogafundi NATO í Brussel um fimm vikum eftir að Berlínarmúrinn féll, í nóvember 1989. „Ef ég hefði ekki beðið Róbert Trausta um að athuga þetta, þá hefði ég verið að bregðast skyldum mínum. Það var mikilvægt fyrir mig að vita að Svavar væri saklaus eins og aðrir íslenskir þegnar en ég óskaði ekki eftir því sérstaklega að tengsl Svavars við STASI væru skoðuð. Síðan fékk ég þær upplýsingar, frá Róberti Trausta, að STASI hefði ekki haft neina starfsemi er tengdist íslenskum þegnum eða Íslandi yfir höfuð, og það var ákveðinn léttir.“ Steingrímur segist ekki vita til þess að tengsl Svavars við STASI hafi verið könnuð. „Það var vitanlega vilji hjá öllum á leiðtogafundi NATO að skoða starfsemi STASI og hvert hún hefði teygt anga sína. Tengsl STASI við Ísland reyndust engin vera og það lágu engar óskir fyrir um að kanna tengsl við ákveðna einstaklinga.“
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira