Segir ráðherrana hafa viljað kanna tengsl Svavars og STASI 18. október 2006 07:45 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Þór Whitehead sagnfræðiprófessor greinir frá því í Fréttablaðinu í dag að Steingrímur og Jón Baldvin hafi viljað vita „hvort Svavar hafi verið í hópi erindreka STASI“, eins og segir orðrétt í grein Þórs og vitnar hann þar til frásagnar Róberts Trausta Árnasonar, sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel í lok kalda stríðsins. Jón Baldvin segist hafa beðið Róbert Trausta um að athuga tengsl STASI við íslenska þegna og Ísland, líkt og forsvarsmenn annarra þjóða gerðu á leiðtogafundi NATO í Brussel um fimm vikum eftir að Berlínarmúrinn féll, í nóvember 1989. „Ef ég hefði ekki beðið Róbert Trausta um að athuga þetta, þá hefði ég verið að bregðast skyldum mínum. Það var mikilvægt fyrir mig að vita að Svavar væri saklaus eins og aðrir íslenskir þegnar en ég óskaði ekki eftir því sérstaklega að tengsl Svavars við STASI væru skoðuð. Síðan fékk ég þær upplýsingar, frá Róberti Trausta, að STASI hefði ekki haft neina starfsemi er tengdist íslenskum þegnum eða Íslandi yfir höfuð, og það var ákveðinn léttir.“ Steingrímur segist ekki vita til þess að tengsl Svavars við STASI hafi verið könnuð. „Það var vitanlega vilji hjá öllum á leiðtogafundi NATO að skoða starfsemi STASI og hvert hún hefði teygt anga sína. Tengsl STASI við Ísland reyndust engin vera og það lágu engar óskir fyrir um að kanna tengsl við ákveðna einstaklinga.“ Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, kannast ekki við að hafa látið kanna það sérstaklega, hvort Svavar Gestsson hafi starfað fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna STASI. Svavar var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar frá 1989 til 1991. Þór Whitehead sagnfræðiprófessor greinir frá því í Fréttablaðinu í dag að Steingrímur og Jón Baldvin hafi viljað vita „hvort Svavar hafi verið í hópi erindreka STASI“, eins og segir orðrétt í grein Þórs og vitnar hann þar til frásagnar Róberts Trausta Árnasonar, sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO í Brussel í lok kalda stríðsins. Jón Baldvin segist hafa beðið Róbert Trausta um að athuga tengsl STASI við íslenska þegna og Ísland, líkt og forsvarsmenn annarra þjóða gerðu á leiðtogafundi NATO í Brussel um fimm vikum eftir að Berlínarmúrinn féll, í nóvember 1989. „Ef ég hefði ekki beðið Róbert Trausta um að athuga þetta, þá hefði ég verið að bregðast skyldum mínum. Það var mikilvægt fyrir mig að vita að Svavar væri saklaus eins og aðrir íslenskir þegnar en ég óskaði ekki eftir því sérstaklega að tengsl Svavars við STASI væru skoðuð. Síðan fékk ég þær upplýsingar, frá Róberti Trausta, að STASI hefði ekki haft neina starfsemi er tengdist íslenskum þegnum eða Íslandi yfir höfuð, og það var ákveðinn léttir.“ Steingrímur segist ekki vita til þess að tengsl Svavars við STASI hafi verið könnuð. „Það var vitanlega vilji hjá öllum á leiðtogafundi NATO að skoða starfsemi STASI og hvert hún hefði teygt anga sína. Tengsl STASI við Ísland reyndust engin vera og það lágu engar óskir fyrir um að kanna tengsl við ákveðna einstaklinga.“
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira