Ókeypis skólamáltíðir kosta nærri hálfan milljarð í viðbót 18. október 2006 07:30 Í Fossvogsskóla Krakkarnir í Fossvogsskóla voru ánægð með lambakjötið í hádeginu í gær. Maturinn kostar 5.000 krónur á hvert barn fyrir októbermánuð. MYND/Pjetur Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira