Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför 18. október 2006 07:30 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti. Innlent Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti.
Innlent Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira