Skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi 18. október 2006 07:15 guðrún guðmundsdóttir ásamt börnum sínum Börn Guðrúnar bíða þjónustu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins en eldri börn þurfa að bíða lengur. Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Hrönn Ingibjörg dóttir mín er fimmtán ára nemandi í Fellaskóla og hún er búin að bíða eftir þjónustu greiningarstöðvarinnar í tvö ár en hún er með þroskafrávik eins og yngri systkini hennar. Þar sem styttist í að Hrönn ljúki grunnskólanámi er brýnt að hún fái greiningu sem allra fyrst, segir Guðrún Guðmundsdóttir, fjögurra barna móðir. Þrjú barna Guðrúnar bíða þess að fá þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Í greiningunni kemur í ljós hvort hún þurfi undanþágu frá samræmdum prófum eða lengri próftíma. Með greiningunni fengjust líka upplýsingar um það hversu mikinn stuðning Guðrún þarf á að halda það sem eftir lifir grunnskólanáms og í framhaldsnámi. Anna Karen, níu ára dóttir Guðrúnar, hefur nú beðið í eitt ár eftir þjónustu GRR en var áður greind með þroskafrávik af skólasálfræðingi. Guðrún segist ítrekað hafa hringt til GRR til að ýta á eftir þjónustu fyrir dætur sínar en þar hefur fátt verið um svör. Stefán Grétar, þriggja ára sonur Guðrúnar, bíður einnig greiningar en því yngri sem börnin eru því styttri er biðtíminn og nú er ljóst að hann kemst að síðar í mánuðinum. Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi og mikilvægt að börnin fái greiningu sem fyrst til að ég viti hvernig ég á að vinna með börnin og fá úr því skorið hvaða þjónustu þau eiga rétt á í skólanum. Elsti sonur Guðrúnar sem nú er sautján ára fékk greiningu á GRR á sínum tíma eftir að hafa beðið í tvö ár. Guðrún segir merkilegt að biðlistarnir séu alltaf jafn langir sama þótt nýjum stöðum sé bætt við. Í viðtali við Stefán Hreiðarsson forstöðumann Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins kom fram að GRR hafi fengið sex ný stöðugildi á fjárlögum og að frekari aukning sé lögð til í fjárlagafrumvarpi. Tilvísunum til stofnunarinnar hafi fjölgað mikið og séu þær nú 250 á ári. Engar upplýsingar hafi hins vegar fengist um það hversu margir bíði né hve biðlistinn sé langur. Guðrún segir sorglegt að þurfa að berjast fyrir rétti barna sinna og að hver vika í bið skipti gríðarlega miklu máli.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira