Kaupþing hefur tekið sér stöðu meðal tíu stærstu hluthafa í finnska félaginu Componenta með eins prósents hlut. Félagið framleiðir meðal annars sérsmíðaða vélahluti í margvíslegum farartækja- og þungaiðnaði.
Rekstrarhagnaður Componenta (EBITDA) nam 915 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem gaf framlegðarhlutfall upp á fjögur prósent af veltu. Hagnaður var um 250 milljónir króna. Componenta er ekki stórt félag að stærð. Virði þess er metið á um 5,5 milljarða króna.

