Vilja banna veiðar á þorski í Norðursjó 19. október 2006 06:30 spænskir sjómenn að störfum Óljóst er hvort bann við þorskveiðum í Norðursjó muni hafa áhrif á veiðivenjur í íslenskri lögsögu. Bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér MYND/nordicphotos/afp Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira