Ferðamenn byrjaðir að afpanta ferðir 19. október 2006 03:30 Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum. Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum.
Innlent Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira