Yfirgnæfandi líkur á að demókratar muni sigra 23. október 2006 06:00 Dr. Michael T. Corgan Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“