Stefna Frjálslyndra í málum innflytjenda vekur ugg 6. nóvember 2006 00:01 Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt." Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir það hafa verið alvarleg mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að fallast á frjálst flæði vinnuafls frá ríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu, fyrr á árinu. „Frjálslyndi flokkurinn setti fram það sjónarmið að íslenskt samfélag væri ekki tilbúið til þess að taka móti öllum þeim fjölda af útlendingum, sem hingað kæmi þegar gefið var grænt ljós á frjálst flæði vinnuafls, 1. maí á þessu ári. Það hefur komið á daginn, að þessu flæði hafa fylgt margvísleg vandamál sem við erum ekki tilbúin að takast á við." Þrátt fyrir að atvinnuleysi hér á landi hafi verið í lágmarki undanfarin misseri, og útlendingar sem hingað koma að stærstum hluta með fasta vinnu, segir Magnús Þór vandamál hafa skapast. „Það hefði miklu frekar átt að nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það er töluvert af fólki sem á erfitt með að fá vinnu hér á landi, til dæmis fólk yfir fimmtugu og fólk sem býr við örorku. Auk þess hefði takmörkun á flæðinu haft þensluminnkandi áhrif, og ekki veitir af því. Við Íslendingar þurfum að ræða það hvernig þjóðfélag við viljum skapa og hvort þróunin í málefnum innflytjenda sé æskileg." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir málflutning Magnús Þórs vera hræðsluáróður. „Magnús Þór byggir málflutning sinn á hræðsluáróðri sem ekki er til þess fallinn að beina umræðu um innflytjendamál í réttan farveg. Kjarni málsins er sá, að þegar atvinnuástand er gott, eins og það er og hefur verið, þá koma útlendingar hingað til lands að vinna. Ef atvinnuástandið versnar þá koma útlendingar síður. Íslenskt samfélag er orðið háð vinnuframlagi útlendinga, það er staðreynd sem mér finnst eðlilegt að fái meira vægi í umræðunni. Tal Magnúsar Þórs, um að hröð fjölgun útlendinga hér á landi sé að skapa umtalsverðan vanda, er ábyrgðarlaus hræðsluáróður." Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir það vera stefnubreytingu ef Frjálslyndi flokkurinn ætli sér að feta inn á þá braut sem Magnús Þór boðar í innflytjendamálum. „Hingað til hafa ekki verið stjórnmálaflokkar hér á landi sem styðja við harðar aðgerðir gegn innflytjendum. Í nágrannalöndum okkar eru flokkar sem setja fyrirvara við innflutning útlendinga, og þeim gengur sumum þokkalega. Hugsanlega er því hægt að efla fylgi lítilla flokka með stefnubreytingu í þessa átt."
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira