Hörinn í striganum 18. nóvember 2006 11:45 Hildur Bjarnadóttir, myndlistarkona. Byggir verk sín á kvenlegum aðferðum handmenntanna. MYND/Vigfús Birgisson Hildur Bjarnadóttir opnar í dag sýningu í Safninu í gamla Faco-húsinu við Laugaveg. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu Safnsins. Hildur hefur á undanförnum árum fengist við gerð verka sem sækja í eldri hannyrðir. Hún notar tækni handíða í víðu samhengi þráðar og vefs og vísar gjarna í aldalanga hannyrða- og handverkshefð kvenna. Í nýlegum verkum sínum hefur hún og gert málarastrigann að vettvangi fyrir formpælingar sínar og dregur um leið upp hugmyndafræði karllægs sjónarhorns sem ríkir í listasögunni. Þar sem saga málverksins er í fyrirrúmi og jafnan það sem karlar hafa gert á því sviði. Ólíkt þeim listamönnum, sem hafa öldum saman notað strigann sem undirstöðu málverks, vinnur Hildur með strigann sjálfan og sögulega merkingu hans, gerir hann að upphafsreit í leit að svörum: hvað skilur handverkið frá hinum „fögru listum“, hún vekur spurn um opinbera listhefð, hámenningu og lágmenningu, karllega list og kvenlega. Verk Hildar í Safni líta, við fyrstu sýn, út fyrir að vera „mónókróm“ – einlit og einsleit – málverk, hörstrigar, sem málað hafi verið yfir með ljósum lit. Reyndin er þó að, að baki hvers verks fer fram vinna, sem byggir á aldagamalli textílhefð. Hildur vefur verkin frá grunni, úr fínasta hör sem fáanlegur er og litar þráðinn með akrílmálningu áður en hún tekur til við að vefa úr honum. Þau eru málverk án myndar, það er handverkið sjálft sem er verkið og vísanir þess í handverkssögu, listasögu, karla- og kvennamenningu. Hildur Bjarnadóttir er fædd 1969, nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og við Pratt Institute í New York, Bandaríkjunum. Verk hennar hafa verið sýnd víða; í helstu söfnum og sýningarrýmum á Íslandi, svo og í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og Svíþjóð, Hildur hlaut á árinu Sjónlistaorðuna fyrir myndlist og hefur auk þess hlotið í verðlaun The Betty Bowen Memorial (2001), Menningarverðlaun The American Scandinavian Society of New York (1999) og Myndlistarverðlaun Pennans (2000). Hildur sýnir nú verk sín í fyrsta sinn í Safni og stendur sýning hennar út árið 2006. Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hildur Bjarnadóttir opnar í dag sýningu í Safninu í gamla Faco-húsinu við Laugaveg. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu Safnsins. Hildur hefur á undanförnum árum fengist við gerð verka sem sækja í eldri hannyrðir. Hún notar tækni handíða í víðu samhengi þráðar og vefs og vísar gjarna í aldalanga hannyrða- og handverkshefð kvenna. Í nýlegum verkum sínum hefur hún og gert málarastrigann að vettvangi fyrir formpælingar sínar og dregur um leið upp hugmyndafræði karllægs sjónarhorns sem ríkir í listasögunni. Þar sem saga málverksins er í fyrirrúmi og jafnan það sem karlar hafa gert á því sviði. Ólíkt þeim listamönnum, sem hafa öldum saman notað strigann sem undirstöðu málverks, vinnur Hildur með strigann sjálfan og sögulega merkingu hans, gerir hann að upphafsreit í leit að svörum: hvað skilur handverkið frá hinum „fögru listum“, hún vekur spurn um opinbera listhefð, hámenningu og lágmenningu, karllega list og kvenlega. Verk Hildar í Safni líta, við fyrstu sýn, út fyrir að vera „mónókróm“ – einlit og einsleit – málverk, hörstrigar, sem málað hafi verið yfir með ljósum lit. Reyndin er þó að, að baki hvers verks fer fram vinna, sem byggir á aldagamalli textílhefð. Hildur vefur verkin frá grunni, úr fínasta hör sem fáanlegur er og litar þráðinn með akrílmálningu áður en hún tekur til við að vefa úr honum. Þau eru málverk án myndar, það er handverkið sjálft sem er verkið og vísanir þess í handverkssögu, listasögu, karla- og kvennamenningu. Hildur Bjarnadóttir er fædd 1969, nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og við Pratt Institute í New York, Bandaríkjunum. Verk hennar hafa verið sýnd víða; í helstu söfnum og sýningarrýmum á Íslandi, svo og í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og Svíþjóð, Hildur hlaut á árinu Sjónlistaorðuna fyrir myndlist og hefur auk þess hlotið í verðlaun The Betty Bowen Memorial (2001), Menningarverðlaun The American Scandinavian Society of New York (1999) og Myndlistarverðlaun Pennans (2000). Hildur sýnir nú verk sín í fyrsta sinn í Safni og stendur sýning hennar út árið 2006.
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira