Hörinn í striganum 18. nóvember 2006 11:45 Hildur Bjarnadóttir, myndlistarkona. Byggir verk sín á kvenlegum aðferðum handmenntanna. MYND/Vigfús Birgisson Hildur Bjarnadóttir opnar í dag sýningu í Safninu í gamla Faco-húsinu við Laugaveg. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu Safnsins. Hildur hefur á undanförnum árum fengist við gerð verka sem sækja í eldri hannyrðir. Hún notar tækni handíða í víðu samhengi þráðar og vefs og vísar gjarna í aldalanga hannyrða- og handverkshefð kvenna. Í nýlegum verkum sínum hefur hún og gert málarastrigann að vettvangi fyrir formpælingar sínar og dregur um leið upp hugmyndafræði karllægs sjónarhorns sem ríkir í listasögunni. Þar sem saga málverksins er í fyrirrúmi og jafnan það sem karlar hafa gert á því sviði. Ólíkt þeim listamönnum, sem hafa öldum saman notað strigann sem undirstöðu málverks, vinnur Hildur með strigann sjálfan og sögulega merkingu hans, gerir hann að upphafsreit í leit að svörum: hvað skilur handverkið frá hinum „fögru listum“, hún vekur spurn um opinbera listhefð, hámenningu og lágmenningu, karllega list og kvenlega. Verk Hildar í Safni líta, við fyrstu sýn, út fyrir að vera „mónókróm“ – einlit og einsleit – málverk, hörstrigar, sem málað hafi verið yfir með ljósum lit. Reyndin er þó að, að baki hvers verks fer fram vinna, sem byggir á aldagamalli textílhefð. Hildur vefur verkin frá grunni, úr fínasta hör sem fáanlegur er og litar þráðinn með akrílmálningu áður en hún tekur til við að vefa úr honum. Þau eru málverk án myndar, það er handverkið sjálft sem er verkið og vísanir þess í handverkssögu, listasögu, karla- og kvennamenningu. Hildur Bjarnadóttir er fædd 1969, nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og við Pratt Institute í New York, Bandaríkjunum. Verk hennar hafa verið sýnd víða; í helstu söfnum og sýningarrýmum á Íslandi, svo og í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og Svíþjóð, Hildur hlaut á árinu Sjónlistaorðuna fyrir myndlist og hefur auk þess hlotið í verðlaun The Betty Bowen Memorial (2001), Menningarverðlaun The American Scandinavian Society of New York (1999) og Myndlistarverðlaun Pennans (2000). Hildur sýnir nú verk sín í fyrsta sinn í Safni og stendur sýning hennar út árið 2006. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hildur Bjarnadóttir opnar í dag sýningu í Safninu í gamla Faco-húsinu við Laugaveg. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu Safnsins. Hildur hefur á undanförnum árum fengist við gerð verka sem sækja í eldri hannyrðir. Hún notar tækni handíða í víðu samhengi þráðar og vefs og vísar gjarna í aldalanga hannyrða- og handverkshefð kvenna. Í nýlegum verkum sínum hefur hún og gert málarastrigann að vettvangi fyrir formpælingar sínar og dregur um leið upp hugmyndafræði karllægs sjónarhorns sem ríkir í listasögunni. Þar sem saga málverksins er í fyrirrúmi og jafnan það sem karlar hafa gert á því sviði. Ólíkt þeim listamönnum, sem hafa öldum saman notað strigann sem undirstöðu málverks, vinnur Hildur með strigann sjálfan og sögulega merkingu hans, gerir hann að upphafsreit í leit að svörum: hvað skilur handverkið frá hinum „fögru listum“, hún vekur spurn um opinbera listhefð, hámenningu og lágmenningu, karllega list og kvenlega. Verk Hildar í Safni líta, við fyrstu sýn, út fyrir að vera „mónókróm“ – einlit og einsleit – málverk, hörstrigar, sem málað hafi verið yfir með ljósum lit. Reyndin er þó að, að baki hvers verks fer fram vinna, sem byggir á aldagamalli textílhefð. Hildur vefur verkin frá grunni, úr fínasta hör sem fáanlegur er og litar þráðinn með akrílmálningu áður en hún tekur til við að vefa úr honum. Þau eru málverk án myndar, það er handverkið sjálft sem er verkið og vísanir þess í handverkssögu, listasögu, karla- og kvennamenningu. Hildur Bjarnadóttir er fædd 1969, nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og við Pratt Institute í New York, Bandaríkjunum. Verk hennar hafa verið sýnd víða; í helstu söfnum og sýningarrýmum á Íslandi, svo og í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og Svíþjóð, Hildur hlaut á árinu Sjónlistaorðuna fyrir myndlist og hefur auk þess hlotið í verðlaun The Betty Bowen Memorial (2001), Menningarverðlaun The American Scandinavian Society of New York (1999) og Myndlistarverðlaun Pennans (2000). Hildur sýnir nú verk sín í fyrsta sinn í Safni og stendur sýning hennar út árið 2006.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið