Kosta 280 milljónum í svæði varnarliðsins 24. nóvember 2006 02:30 Bráðabirgðasamkomulag var gert til að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar gæti strax hafið eftirlit með eignum. MYND/heiða Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tekur við umönnun og eftirliti eigna á varnarsvæðinu í dag samkvæmt bráðabirgðaþjónustusamningi við stjórnvöld. „Við gerum okkur síðan vonir um að geta klárað heildarþjónustusamninginn í næstu viku,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ákveðið var að gera bráðabirgðaþjónustusamning til þess að félagið gæti strax byrjað að annast eftirlit með eignunum að sögn Magnúsar og fyrirbyggt annað óhapp eins og í seinustu viku þegar leki olli umtalsverðum skemmdum á eignum á svæðinu. „En fólk þarf að athuga að það voru innan við tíu prósent íbúða sem urðu þarna fyrir tjóni. Þetta eru innan við 70 íbúðir af um tvö þúsund. Það er ekki eins og allt svæðið hafi farið í rúst.“ Ekkert fordæmi er fyrir þjónustusamningi af þessu tagi og því tekur tíma að koma honum í framkvæmd að sögn Magnúsar. „Þjónustusamningurinn verður tvíþættur. Annars vegar munum við annast tæknilega umsjá með eignunum. Við munum rífa þær byggingar sem á að rífa og tryggja að hreinsun á svæðinu fari í gang eins og talað var um. Hins vegar munum við reyna að markaðssetja eignir í takt við þá hagsmunaaðila sem eru þarna á svæðinu.“ Tillaga um 280 milljóna króna tímabundið framlag til umsjónar varnarsvæðisins fyrrverandi við Keflavíkurflugvöll er lögð fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Kostnaðurinn er sagður felast meðal annars í umsýslu, viðhaldi, öryggisgæslu, umhirðu og öðrum húsnæðiskostnaði. Fjárveitingunni er einnig ætlað að standa undir kostnaði við þróun og umbreytingu á svæðinu. Fjárveitingin verður lækkuð þegar fasteignir á svæðinu verða settar í sjálfbær borgaraleg not að því er segir í álitinu. Af þessum 280 milljónum fara 167,5 milljónir til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Afgangurinn, 112,5 milljónir, fara í rekstur og uppbyggingu á svokölluðu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli sem verður áfram varnarsvæði undir utanríkisráðuneytinu að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu. „52,5 milljónir telststofnkostnaður sem er að einhverju leyti girðingar, aðgangsstýring, endurnýjun á rafkerfi á svæðinu og ýmis búnaður. Síðan fara 60 milljónir í rekstrarkostnað á svæðinu, á borð við hita, rafmagn og annað sem þar fellur undir.“ Pétur segir þessar 60 milljónir væntanlega ekki tímabundnar. „Þetta er sá rekstrarkostnaður sem við sjáum fyrir á næsta ári." Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar tekur við umönnun og eftirliti eigna á varnarsvæðinu í dag samkvæmt bráðabirgðaþjónustusamningi við stjórnvöld. „Við gerum okkur síðan vonir um að geta klárað heildarþjónustusamninginn í næstu viku,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Ákveðið var að gera bráðabirgðaþjónustusamning til þess að félagið gæti strax byrjað að annast eftirlit með eignunum að sögn Magnúsar og fyrirbyggt annað óhapp eins og í seinustu viku þegar leki olli umtalsverðum skemmdum á eignum á svæðinu. „En fólk þarf að athuga að það voru innan við tíu prósent íbúða sem urðu þarna fyrir tjóni. Þetta eru innan við 70 íbúðir af um tvö þúsund. Það er ekki eins og allt svæðið hafi farið í rúst.“ Ekkert fordæmi er fyrir þjónustusamningi af þessu tagi og því tekur tíma að koma honum í framkvæmd að sögn Magnúsar. „Þjónustusamningurinn verður tvíþættur. Annars vegar munum við annast tæknilega umsjá með eignunum. Við munum rífa þær byggingar sem á að rífa og tryggja að hreinsun á svæðinu fari í gang eins og talað var um. Hins vegar munum við reyna að markaðssetja eignir í takt við þá hagsmunaaðila sem eru þarna á svæðinu.“ Tillaga um 280 milljóna króna tímabundið framlag til umsjónar varnarsvæðisins fyrrverandi við Keflavíkurflugvöll er lögð fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Kostnaðurinn er sagður felast meðal annars í umsýslu, viðhaldi, öryggisgæslu, umhirðu og öðrum húsnæðiskostnaði. Fjárveitingunni er einnig ætlað að standa undir kostnaði við þróun og umbreytingu á svæðinu. Fjárveitingin verður lækkuð þegar fasteignir á svæðinu verða settar í sjálfbær borgaraleg not að því er segir í álitinu. Af þessum 280 milljónum fara 167,5 milljónir til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Afgangurinn, 112,5 milljónir, fara í rekstur og uppbyggingu á svokölluðu öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli sem verður áfram varnarsvæði undir utanríkisráðuneytinu að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu. „52,5 milljónir telststofnkostnaður sem er að einhverju leyti girðingar, aðgangsstýring, endurnýjun á rafkerfi á svæðinu og ýmis búnaður. Síðan fara 60 milljónir í rekstrarkostnað á svæðinu, á borð við hita, rafmagn og annað sem þar fellur undir.“ Pétur segir þessar 60 milljónir væntanlega ekki tímabundnar. „Þetta er sá rekstrarkostnaður sem við sjáum fyrir á næsta ári."
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira