Íslendingarnir hleyptu miklu lífi í félagið 29. nóvember 2006 06:30 Lennart Käll, forstjóri sænsku ferðaskrifstofukeðjunnar Ticket „Við leggjum mikið upp úr því að hafa góðan gagnagrunn. Á skrá hjá okkur eru 1,2 milljónir viðskiptavina sem við getum náð til með fljótlegum hætti og gert þeim góð tilboð í sumarfríið eða borgarferðina.“ Lennart Käll tók við forstjórastarfinu hjá Ticket fyrir þremur og hálfu ári, en hann starfaði áður á fjármálamarkaði. Breytingar þær sem urðu á eignarhaldi og stjórnun félagsins með innkomu Fons styrktu fyrirtækið og hleyptu miklu lífi inn í æðstu stjórn fyrirtæksins. „Ég hef unnið með þremur stjórnum en sú sem er starfandi nú er ólík hinum að því leyti að nokkrir stjórnarmannanna hafa ríkra hagsmuna að gæta sem beinir eigendur. Aðrir stjórnarmenn, sem eru frá Noregi og Svíþjóð, búa einnig yfir mikilli reynslu þannig að til verður öflug blanda. Ólíkur bakgrunnur stjórnarmanna gerir stjórnunarbraginn öðruvísi og skemmtilegri þar sem unnið er af kappi að efla félagið áfram.“ Hraði og skjót ákvörðunartaka er annað sem einkennir þær breytingar sem orðið hafa á rekstri Ticket eftir að Íslendingarnir keyptu þar stóran hlut, segir forstjórinn. Liggur það kannski í hlutarins eðli þegar hagsmunir stjórnarmanna og fyrirtækisins fara vel saman. Þeir vilji keyra í gegn hugmyndir sem áður fyrr voru að velkjast í húsinu í mánuði eða ár og urðu aldrei að veruleika.Áhersla á sölumennskuLennart segir að reynsla sín úr bankakerfinu nýtist vel í ferðaskrifstofubransanum. Fyrirtækið hafi lagt áherslu á að efla sölu og markaðsstarf og hafi nýlega verið verðlaunað fyrir besta heimasíðu þeirra fyrirtækja og samtaka sem starfa innan sænska ferðamannaiðnaðarins. Þetta tvennt, öflugt sölustarf og góð og aðgengileg heimasíða, hafi ráðið miklu um innri vöxt Ticket.Netið er jafn mikilvægt í sölunetinu og skrifstofurnar og síminn. Þegar Lennart settist í forstjórastólinn hafi viðskiptavinurinn þurft að velja 107 aðgerðir til að bóka ferð, nú þurfi hann aðeins að velja sex aðgerðir. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa góðan gagnagrunn. Á skrá hjá okkur eru 1,2 milljónir viðskiptavina sem við getum náð til með fljótlegum hætti og gert þeim góð tilboð í sumarfríið eða borgarferðina.“Miklu máli skipti að fá nýja viðskiptavini til liðs við félagið því reynslan hafi sýnt að viðskiptavinurinn leiti aftur til þeirrar ferðaskrifstofu sem seldi honum síðustu ferðina. „Þar sem allir fara á annað borð í frí þá skiptir það auðvitað máli hvar fólk bókar sig. Hvort sem maður vinnur í banka eða við að selja ferðir þá þarftu að hafa góða vöru og góða sölumenn. Ef maður nær að gera starfsmenn meðvitaða fyrir sölumennsku þá gerast hlutirnir hratt,“ segir Lennart Käll.Mikil tækifæri fyrir hendiSegja má að markmið Ticket um að verða stærsti aðilinn á norrænum ferðaskrifstofumarkaði hafi í raun og veru náðst. Hins vegar er markaðshlutdeild fyrirtækisins ekki nema um fjórtán prósent af heildarkökunni í Svíþjóð og ellefu prósent í Noregi. Starfsstöðvar eru engar í Danmörku og Finnlandi og telur Lennart, líkt og Matthías Páll, að fyrirtækið og markaðurinn í heild eigi mikið inni. Eftir yfirtökuna á MZ Travel, sem veltir um tíu milljörðum króna á ári, er Ticket í fyrsta skipti í þeirri aðstöðu að geta bæði þjónað einstaklingum og þeim er ferðast í viðskiptaferðum. „Þetta er fyrsti leikur okkar í að verða enn þá stærri í Skandinavíu. Í framhaldinu vænti ég þess að við kynnum kaup á öðru stóru fyrirtæki á allra næstu dögum.“ Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Lennart Käll tók við forstjórastarfinu hjá Ticket fyrir þremur og hálfu ári, en hann starfaði áður á fjármálamarkaði. Breytingar þær sem urðu á eignarhaldi og stjórnun félagsins með innkomu Fons styrktu fyrirtækið og hleyptu miklu lífi inn í æðstu stjórn fyrirtæksins. „Ég hef unnið með þremur stjórnum en sú sem er starfandi nú er ólík hinum að því leyti að nokkrir stjórnarmannanna hafa ríkra hagsmuna að gæta sem beinir eigendur. Aðrir stjórnarmenn, sem eru frá Noregi og Svíþjóð, búa einnig yfir mikilli reynslu þannig að til verður öflug blanda. Ólíkur bakgrunnur stjórnarmanna gerir stjórnunarbraginn öðruvísi og skemmtilegri þar sem unnið er af kappi að efla félagið áfram.“ Hraði og skjót ákvörðunartaka er annað sem einkennir þær breytingar sem orðið hafa á rekstri Ticket eftir að Íslendingarnir keyptu þar stóran hlut, segir forstjórinn. Liggur það kannski í hlutarins eðli þegar hagsmunir stjórnarmanna og fyrirtækisins fara vel saman. Þeir vilji keyra í gegn hugmyndir sem áður fyrr voru að velkjast í húsinu í mánuði eða ár og urðu aldrei að veruleika.Áhersla á sölumennskuLennart segir að reynsla sín úr bankakerfinu nýtist vel í ferðaskrifstofubransanum. Fyrirtækið hafi lagt áherslu á að efla sölu og markaðsstarf og hafi nýlega verið verðlaunað fyrir besta heimasíðu þeirra fyrirtækja og samtaka sem starfa innan sænska ferðamannaiðnaðarins. Þetta tvennt, öflugt sölustarf og góð og aðgengileg heimasíða, hafi ráðið miklu um innri vöxt Ticket.Netið er jafn mikilvægt í sölunetinu og skrifstofurnar og síminn. Þegar Lennart settist í forstjórastólinn hafi viðskiptavinurinn þurft að velja 107 aðgerðir til að bóka ferð, nú þurfi hann aðeins að velja sex aðgerðir. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa góðan gagnagrunn. Á skrá hjá okkur eru 1,2 milljónir viðskiptavina sem við getum náð til með fljótlegum hætti og gert þeim góð tilboð í sumarfríið eða borgarferðina.“Miklu máli skipti að fá nýja viðskiptavini til liðs við félagið því reynslan hafi sýnt að viðskiptavinurinn leiti aftur til þeirrar ferðaskrifstofu sem seldi honum síðustu ferðina. „Þar sem allir fara á annað borð í frí þá skiptir það auðvitað máli hvar fólk bókar sig. Hvort sem maður vinnur í banka eða við að selja ferðir þá þarftu að hafa góða vöru og góða sölumenn. Ef maður nær að gera starfsmenn meðvitaða fyrir sölumennsku þá gerast hlutirnir hratt,“ segir Lennart Käll.Mikil tækifæri fyrir hendiSegja má að markmið Ticket um að verða stærsti aðilinn á norrænum ferðaskrifstofumarkaði hafi í raun og veru náðst. Hins vegar er markaðshlutdeild fyrirtækisins ekki nema um fjórtán prósent af heildarkökunni í Svíþjóð og ellefu prósent í Noregi. Starfsstöðvar eru engar í Danmörku og Finnlandi og telur Lennart, líkt og Matthías Páll, að fyrirtækið og markaðurinn í heild eigi mikið inni. Eftir yfirtökuna á MZ Travel, sem veltir um tíu milljörðum króna á ári, er Ticket í fyrsta skipti í þeirri aðstöðu að geta bæði þjónað einstaklingum og þeim er ferðast í viðskiptaferðum. „Þetta er fyrsti leikur okkar í að verða enn þá stærri í Skandinavíu. Í framhaldinu vænti ég þess að við kynnum kaup á öðru stóru fyrirtæki á allra næstu dögum.“
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira