Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi 6. desember 2006 00:01 Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa. Desember er líka jólamánuðurinn í hlutabréfunum. En nú ber svo við að ég hef aðallega verið að selja hlutabréf síðustu vikurnar og setja þá á hliðarlínuna. Ég fór því að spyrja mig hvort ég kynni að hafa blindast af stemningsleysinu og sólarleysinu í nóvember. Kannski voru menn bara að ná andanum eftir hækkanirnar í september og október? Já, auðvitað var ég ekki einn um það að vera fullur af bölsýni því það voru bara allir í þunglyndiskasti. Ég ákvað því að rífa mig upp úr volæðinu í gær; keypti mér jólaöl, gott hangilæri og bréf í Icelandair Group Það þarf ekki mikla reynslu til að sjá að útboð eru ávísun á skammtímagróða jafnvel þótt Lansinn hafi mælt með kaupum til langtíma. Þetta ætti að vera „safe bet“ vegna duldu eignanna í flugvélunum. Halda menn virkilega að Finnur Ingólfsson fari fyrir fjárfestum sem kaupi köttinn í sekknum? Svo kemur líka í ljós að Glitnir (og þar með FL) á bara töluvert í Icelandair eftir allt saman. Ég keypti í ríkisbönkunum, Kaupþingi, Össuri, Mosaic, Opnum kerfum, Exista, Bakkavör og græddi á öllu nema Íslenska járnblendifélaginu og Talenta-Hátækni en þau bréf runnu til allrar hamingju inn í Íshug og síðar Straum. En auðvitað verður maður líka að líta yfir farinn veg og muna að þetta ár hefur verið óvenju einkennilegt. Miklar sveiflur og geðshræringar í kringum bankana. Ég slapp reyndar við leiðindin í sumar, enda alltaf í veiði. Og við erum bara að horfa fram á fimmtán prósenta ávöxtun í ár sem hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. En auðvitað er bjartsýnin dyggð í spákaupmennsku og lykillinn að góðum árangri mínum í gegnum tíðina. Ég spái því að næsta ár verði betra en þetta og bara spurning hvenær Kaupþing, Exista og hin fjármálafyrirtækin fari almennilega í gang.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira