Stökkpallurinn sem hrundi 28. desember 2006 06:30 Tíu milljarða fjárfesting sem skilaði Dagsbrún miklu tapi á skömmum tíma. Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00