Horfi með tilhlökkun til næsta árs 28. desember 2006 07:00 Erlendur Hjaltason. Exista á að baki velheppnað útboð og skráningu á markað. Félagið hefur mikið afl til frekari landvinninga. Það er enginn vafi á því að áframhaldandi vöxtur Exista og skráning félagsins í Kauphöll Íslands stendur upp úr í mínum huga þegar litið er yfir árið. Á vettvangi Viðskiptaráðs, þar sem ég gegni nú formennsku, var einkum eftirminnileg útgáfa skýrslu um ástand íslensks atvinnulífs og kynning á henni beggja vegna Atlantsála. Snemma á árinu var tilkynnt um fyrirhugaða skráningu Exista á hlutabréfamarkað og jafnframt lýsti stjórnarformaður Kaupþings því yfir að bankinn hygðist greiða hluthöfum sínum hluti í félaginu í arð í kjölfar skráningar. Stórt skref var stigið í lok maí þegar Exista keypti VÍS, Lýsingu og fleiri félög. Með kaupunum víkkaði starfsemi Exista frá því að vera fjárfestingarfélag í að vera fjármálaþjónustufyrirtæki. Þegar í stað var hafist handa við undirbúning skráningar, þrátt fyrir lægð á hlutabréfamarkaði um mitt árið. Útboð og skráning Exista í september gekk svo vonum framar og skráðu sig um 7.400 fjárfestar fyrir hlutum í félaginu. Arðgreiðsla Kaupþings banka fór fram í lok október og bættust þá um 30 þúsund nýir hluthafar við hópinn. Skráning Exista er stærsta frumskráning í Kauphöll Íslands til þessa. Við skráningu var félagið hið fjórða stærsta í Kauphöllinni og næststærst sé miðað við eigið fé. Það er því ljóst að fjárhagslegur styrkur félagsins er mikill og vaxtamöguleikar gríðarlegir. Við hyggjust hins vegar ekki flana að neinu og byggja félagið upp á markvissan hátt með langtíma arðsemi í huga. Íslenskt fjármálalíf og íslenskir bankar lentu í umtalsverðu mótlæti snemma á árinu þegar álag á erlend skuldabréf bankanna tók að hækka. Greiningardeildir erlendra banka leituðu skýringa á þróuninni, sem oft leiddi til misskilnings og villandi myndar af stöðu íslensks viðskiptalífs. Í þessari umræðu fannst Viðskiptaráði blóðið renna til skyldunnar og átti frumkvæði að því að fá einn virtasta hagfræðing samtímans, Frederic Mishkin, til þess að gera úttekt á efnahagslegum stöðugleika Íslands. Skýrsla Mishkins og Tryggva Herbertssonar hagfræðings var í kjölfarið kynnt í New York, London og Kaupmannahöfn og fullyrði ég að hún hafi átt drjúgan þátt í að upplýsa fjármálaheiminn um uppbyggingu íslensks efnahagslífs. Tel ég að þetta sé gott dæmi um það hvernig Viðskiptaráð getur gagnast viðskiptalífinu með beinum hætti. Ég horfi með tillhlökkun til næsta árs enda áhugaverðir tímar framundan. Exista býr yfir miklu afli fjármagns og hugmynda sem gaman verður að fylgja eftir. Á sama tíma standa stærstu kjölfestueignir okkar, Kaupþing banki, Bakkavör Group og Síminn, á spennandi tímamótum. Ég er því afar bjartsýnn fyrir hönd Exista og íslensks viðskiptalífs almennt. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Það er enginn vafi á því að áframhaldandi vöxtur Exista og skráning félagsins í Kauphöll Íslands stendur upp úr í mínum huga þegar litið er yfir árið. Á vettvangi Viðskiptaráðs, þar sem ég gegni nú formennsku, var einkum eftirminnileg útgáfa skýrslu um ástand íslensks atvinnulífs og kynning á henni beggja vegna Atlantsála. Snemma á árinu var tilkynnt um fyrirhugaða skráningu Exista á hlutabréfamarkað og jafnframt lýsti stjórnarformaður Kaupþings því yfir að bankinn hygðist greiða hluthöfum sínum hluti í félaginu í arð í kjölfar skráningar. Stórt skref var stigið í lok maí þegar Exista keypti VÍS, Lýsingu og fleiri félög. Með kaupunum víkkaði starfsemi Exista frá því að vera fjárfestingarfélag í að vera fjármálaþjónustufyrirtæki. Þegar í stað var hafist handa við undirbúning skráningar, þrátt fyrir lægð á hlutabréfamarkaði um mitt árið. Útboð og skráning Exista í september gekk svo vonum framar og skráðu sig um 7.400 fjárfestar fyrir hlutum í félaginu. Arðgreiðsla Kaupþings banka fór fram í lok október og bættust þá um 30 þúsund nýir hluthafar við hópinn. Skráning Exista er stærsta frumskráning í Kauphöll Íslands til þessa. Við skráningu var félagið hið fjórða stærsta í Kauphöllinni og næststærst sé miðað við eigið fé. Það er því ljóst að fjárhagslegur styrkur félagsins er mikill og vaxtamöguleikar gríðarlegir. Við hyggjust hins vegar ekki flana að neinu og byggja félagið upp á markvissan hátt með langtíma arðsemi í huga. Íslenskt fjármálalíf og íslenskir bankar lentu í umtalsverðu mótlæti snemma á árinu þegar álag á erlend skuldabréf bankanna tók að hækka. Greiningardeildir erlendra banka leituðu skýringa á þróuninni, sem oft leiddi til misskilnings og villandi myndar af stöðu íslensks viðskiptalífs. Í þessari umræðu fannst Viðskiptaráði blóðið renna til skyldunnar og átti frumkvæði að því að fá einn virtasta hagfræðing samtímans, Frederic Mishkin, til þess að gera úttekt á efnahagslegum stöðugleika Íslands. Skýrsla Mishkins og Tryggva Herbertssonar hagfræðings var í kjölfarið kynnt í New York, London og Kaupmannahöfn og fullyrði ég að hún hafi átt drjúgan þátt í að upplýsa fjármálaheiminn um uppbyggingu íslensks efnahagslífs. Tel ég að þetta sé gott dæmi um það hvernig Viðskiptaráð getur gagnast viðskiptalífinu með beinum hætti. Ég horfi með tillhlökkun til næsta árs enda áhugaverðir tímar framundan. Exista býr yfir miklu afli fjármagns og hugmynda sem gaman verður að fylgja eftir. Á sama tíma standa stærstu kjölfestueignir okkar, Kaupþing banki, Bakkavör Group og Síminn, á spennandi tímamótum. Ég er því afar bjartsýnn fyrir hönd Exista og íslensks viðskiptalífs almennt.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira