Smáralind og Hallgrímskirkja reffileg reðurtákn 31. desember 2006 17:00 Hin sérstæða hönnun Smáralindar uppgötvaðist tveimur árum áður en byggingin var tekin í notkun. Vefútgáfa menningartímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um bygginar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögðunum. Rúmlega fjörtíu og sjö myndir voru dregnar fram í dagsljósið og eiga Íslendingar tvo fulltrúa meðal þeirra limafögru bygginga sem birtar eru á síðunni. Önnur þeirra er reyndar guðshúsið Hallgrímskirkja en valið á henni kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Hallgrímskirkja Telst eitt af reffilegustu reðurtáknum í heiminum ef marka má lesendur Cabinetmagazine.org. Vonuðu að þetta myndi ekki uppgötvast Hin byggingin er þó öllu frægari á landinu fyrir hönnun sína en það er að sjálfsögðu Smáralindin í Kópavogi. Valið kom Pálma Kristinssyni, framkvæmdarstjóra verslunarmiðstöðvarinnar, ekki heldur á óvart. „Þetta er í raun allt hið ótrúlegasta mál," útskýrir Pálmi þegar hann er inntur eftir því hvort ekki hefði mátt sjá þetta fyrir. „Tveimur árum áður en við opnuðum þurfti að breyta byggingunni í austurendanum vegna nýrra verslunareigenda. Við fórum á fund hjá breskum arkitektum hússins og byggingin var sveigð út á við,“ heldur framkvæmdarstjórinn áfram. „Þegar ég og Helgi Már Halldórsson, íslenskur arkitekt, sáum hvers kyns var ákváðum við að fara í hádegisverð og ræða málið. Síðan var sú ákvörðun tekin að við skyldum þegja yfir þessu og í sannleika sagt vonuðumst við til að þetta myndi aldrei uppgötvast," segir Pálmi og finnst málið augljóslega allt hið fyndnasta. Tveimur dögum áður en Smáralindin opnaði flaug hins vegar ljósmyndari Morgunblaðsins yfir og mynd af Smáralindinni í fullri reisn birtist á öftustu síðunni. „Fjaðrafokið og moldviðrið sem varð í íslenskum fjölmiðlum var hreint ótrúlegt og meira að segja framkvæmdarstjóri Reðursafnsins vildi fá aðsetur þarna inni, það ætti hvergi annars staðar heima," segir Pálmi. Hallgrímskirkja Smáralind Tíska og hönnun Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
Vefútgáfa menningartímaritsins Cabinet Magazine stóð nýlega fyrir heldur sérstakri keppni á heimasíðu sinni. Lesendur voru beðnir um að koma með ábendingar um bygginar sem væru í laginu eins og limur og ekki stóð á viðbrögðunum. Rúmlega fjörtíu og sjö myndir voru dregnar fram í dagsljósið og eiga Íslendingar tvo fulltrúa meðal þeirra limafögru bygginga sem birtar eru á síðunni. Önnur þeirra er reyndar guðshúsið Hallgrímskirkja en valið á henni kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir. Hallgrímskirkja Telst eitt af reffilegustu reðurtáknum í heiminum ef marka má lesendur Cabinetmagazine.org. Vonuðu að þetta myndi ekki uppgötvast Hin byggingin er þó öllu frægari á landinu fyrir hönnun sína en það er að sjálfsögðu Smáralindin í Kópavogi. Valið kom Pálma Kristinssyni, framkvæmdarstjóra verslunarmiðstöðvarinnar, ekki heldur á óvart. „Þetta er í raun allt hið ótrúlegasta mál," útskýrir Pálmi þegar hann er inntur eftir því hvort ekki hefði mátt sjá þetta fyrir. „Tveimur árum áður en við opnuðum þurfti að breyta byggingunni í austurendanum vegna nýrra verslunareigenda. Við fórum á fund hjá breskum arkitektum hússins og byggingin var sveigð út á við,“ heldur framkvæmdarstjórinn áfram. „Þegar ég og Helgi Már Halldórsson, íslenskur arkitekt, sáum hvers kyns var ákváðum við að fara í hádegisverð og ræða málið. Síðan var sú ákvörðun tekin að við skyldum þegja yfir þessu og í sannleika sagt vonuðumst við til að þetta myndi aldrei uppgötvast," segir Pálmi og finnst málið augljóslega allt hið fyndnasta. Tveimur dögum áður en Smáralindin opnaði flaug hins vegar ljósmyndari Morgunblaðsins yfir og mynd af Smáralindinni í fullri reisn birtist á öftustu síðunni. „Fjaðrafokið og moldviðrið sem varð í íslenskum fjölmiðlum var hreint ótrúlegt og meira að segja framkvæmdarstjóri Reðursafnsins vildi fá aðsetur þarna inni, það ætti hvergi annars staðar heima," segir Pálmi.
Hallgrímskirkja Smáralind Tíska og hönnun Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira