Flytji réttleysið ekki milli landa 7. febrúar 2006 08:15 Formenn BSRB og ASÍ skrifuðu undir áskorunina fyrir hönd sinna hreyfinga. MYND/Hari Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira