Nash sneri aftur með stórleik 12. mars 2006 05:17 Það var ekki að sjá á leik Steve Nash í gærkvöld að hann væri að spila á bólgnum og bláum ökkla, því hann skilaði 31 stigi og 11 stoðsendingum í sigri á Minnesota NordicPhotos/GettyImages Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira
Leikstjórnandinn Steve Nash sneri aftur eftir ökklameiðsli með liði sínu Phoenix Suns í nótt og ekki var að sjá að hann kenndi til í ökklanum í sigri á Minnesota 110-102. Nash skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar, Tim Thomas skoraði 19 stig og Boris Diaw skoraði 18 stig. Hjá Minnesota var Kevin Garnett atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst og Trenton Hassell var með 21 stig. Detroit hefur nú tapað þremur af fimm leikjum sínum eftir að liðið lá í annað sinn í vetur fyrir Washington 110-92. Gilbert Arenas skoraði 34 stig fyrir Washington en Rasheed Wallace skoraði 18 stig fyrir Detroit. Washington er aðeins annað liðið í deildinni í vetur sem nær að vinna tvo leiki gegn Detroit, en efsta lið deildarinnar hefur einnig tapað tvisvar fyrir Utah Jazz. Chicago lagði Atlanta á útivelli 95-90. Al Harrington skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, en Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago. Orlando vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Golden State 103-92. Heido Turkoglu skoraði 21 stig, hirti 12 frákast og gaf 8 stoðsendingar fyrir Orlando, en Derek Fisher skoraði 20 stig fyrir Golden State. Charlotte lagði New York 116-109 í uppgjöri botnliðanna í deildinni, en með sigrinum jafnaði Charlotte árangur sinn frá því í fyrra þó enn sé mikið eftir af tímabilinu og verður það i raun að teljast ásættanlegt þegar horft er til þess að fá lið hafa verið eins óheppin með meiðsli lykilmanna og Charlotte í vetur. Jumaine Jones skoraði 28 stig fyrir Charlotte, en Jalen Rose skoraði 23 stig fyrir New York. Los Angeles Clippers vann góðan útisigur á Milwaukee 106-98. Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Sam Cassell bætti við 20 stigum. Michael Redd skoraði 32 stig fyrir Milwaukee. Að lokum vann Dallas nokkuð öruggan sigur á Utah á útivelli 90-87, en leikurinn var sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland og voru Evrópumennirnir í algjörum sérflokki í leiknum. Varnarmenn Utah réðu ekkert við Þjóðverjann Dirk Nowitzki hjá Dallas sem skoraði 34 stig og hirti 9 fráköst. Tyrkinn Mehmet Okur var bestur í liði Utah, skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst og Rússinn Andrei Kirilenko skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira