Denver vann Norðvesturriðilinn 11. apríl 2006 08:23 Carmelo Anthony og félagar höfðu ástæðu til að brosa í nótt þegar liðið tryggði sér efsta sætið í riðli sínum í fyrsta sinn í 18 ár. NordicPhotos/GettyImages Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Indiana lagði New York 101-82. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Indiana en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Orlando hélt uppteknum hætti og burstaði Atlanta 105-88. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann mikilvægan sigur á Washington 105-87 og er nú eitt í 8. sætinu í Austurdeildinni, en það gefur síðasta sætið í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en Antawn Jamison skoraði 37 stig fyrir Washington. LeBron James skoraði sigurkörfu Cleveland gegn New Orleans í 103-101 sigri Cleveland, en James skoraði 32 stig í leiknum og var óstöðvandi á lokasprettinum eins og undanfarnar vikur. Nýliðinn Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans og er öruggur með að verða kjörinn nýliði ársins. Utah lagði Houston 85-83, þar sem Juwan Howard hélt að hann hefði jafnað leikinn um leið og lokaflautið gall, en karfa hans var dæmd af eftir að dómarar höfðu skoðað skotið á myndbandi. Howard var stigahæstur hjá Houston með 25 stig, en Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 25 stig og Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Loks vann Dallas góðan útisigur á LA Clippers á útivelli 75-73 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Leikurinn olli vonbrigðum framan af, en var æsispennandi í lokin. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem skoraði sigurkörfu Dallas 0,7 sekúndum fyrir leikslok og endaði hann með 20 stig og 14 fráköst. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers, sem var án Sam Cassell lengst af í leiknum þar sem hann var með flensu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira
Denver tryggði sér í nótt efsta sætið í Norðvesturriðlinum í NBA með 110-98 sigri á Portland og er þetta í fyrsta skipti í 18 ár sem liðið vinnur riðil sinn. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver en Sebastian Telfair og Voshon Lenard skoruðu 21 stig fyrir Portland. Indiana lagði New York 101-82. Stephen Jackson skoraði 28 stig fyrir Indiana en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Orlando hélt uppteknum hætti og burstaði Atlanta 105-88. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst fyrir Orlando, en Al Harrington skoraði 19 stig fyrir Atlanta. Philadelphia vann mikilvægan sigur á Washington 105-87 og er nú eitt í 8. sætinu í Austurdeildinni, en það gefur síðasta sætið í úrslitakeppnina. Allen Iverson skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en Antawn Jamison skoraði 37 stig fyrir Washington. LeBron James skoraði sigurkörfu Cleveland gegn New Orleans í 103-101 sigri Cleveland, en James skoraði 32 stig í leiknum og var óstöðvandi á lokasprettinum eins og undanfarnar vikur. Nýliðinn Chris Paul skoraði 22 stig fyrir New Orleans og er öruggur með að verða kjörinn nýliði ársins. Utah lagði Houston 85-83, þar sem Juwan Howard hélt að hann hefði jafnað leikinn um leið og lokaflautið gall, en karfa hans var dæmd af eftir að dómarar höfðu skoðað skotið á myndbandi. Howard var stigahæstur hjá Houston með 25 stig, en Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 25 stig og Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Loks vann Dallas góðan útisigur á LA Clippers á útivelli 75-73 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Leikurinn olli vonbrigðum framan af, en var æsispennandi í lokin. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem skoraði sigurkörfu Dallas 0,7 sekúndum fyrir leikslok og endaði hann með 20 stig og 14 fráköst. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers, sem var án Sam Cassell lengst af í leiknum þar sem hann var með flensu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira