Chicago burstaði Miami 28. apríl 2006 10:22 Leikmenn Miami höfðu litla ástæðu til að brosa í gær og voru duglegir að safna að sér villum. Chicago vann öruggan sigur í gær og ef liðið endurtekur leikinn á sunnudag - er aldrei að vita hvað gerist í einvíginu NordicPhotos/GettyImages Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira