Borgarafundur á Ísafirði í kvöld 2. maí 2006 13:56 Frá Ísafirði MYND/GVA Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Ísafjörður er vettvangur fimmta borgarafundar NFS þar sem saman koma oddvitar þeirra framboða sem hafa kynnt lista sinn. Í upphafi fundarins verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar um fylgi flokkanna í bænum. Fyrri kannanir hafa sýnt miklar fylgissveiflur og því spurning hvaða tíðinda er að vænta á Ísafirði. Fyrsta könnunin var gerð á Akranesi og gaf til kynna að meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks væri fallinn. Sjálfstæðismenn auka fylgi sitt samkvæmt könnuninni og gæla við möguleikann á að fá hreinan meirihluta. Vinstri-grænir eru í sókn á hinum enda hins pólitíska litrófs og næðu inn manni í bæjarstjórn í fyrsta sinn samkvæmt þessu. Tíðindin héldu áfram í næstu könnun. Sjálfstæðismenn ná hreinum meirihluta í Árborg samkvæmt könnuninni þar og fella þar með meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks. Sjálfstæðismenn tvöfalda fylgi sitt samkvæmt könnuninni en nær þriðji hver kjósandi snýr baki við flokkunum sem nú eru í meirihlutasamstarfi. Þriðji meirihlutinn til að falla í könnunum Félagsvísindastofnunar fyrir NFS var meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. Og er ástæðan sú að Framsókn tapar miklu fylgi. Listi fólksins tapar líka miklu fylgi en Vinstri-grænir eru í stórsókn samkvæmt könnuninni. Stóru tíðindin á Fjarðarbyggð voru kannski þau að Framsóknarflokkurinn bætti við sig fylgi, ólíkt hinum sveitarfélögunum. Á það ber þó að líta að þrjú sveitarfélög sameinast Fjarðarbyggð og tvö þeirra eru mikil Framsóknarvígi. Samkvæmt þessu héldi meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðarlista en Biðlistinn þurrkast út. Svo er bara að sjá hverjar verða niðurstöður könnunarinnar á Ísafirði og hvort oddvitar framboðanna og þau málefni sem þeir setja á oddinn fá einhverju breytt um það. Það kemur í ljós á NFS og Stöð 2 strax að loknum kvöldfréttum.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent