Shaq er áttunda undur veraldar 5. maí 2006 06:13 Tröllið Shaquille O´Neal hafði loksins ástæðu til að brosa í nótt NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira