Phoenix og LA Lakers í oddaleik 5. maí 2006 06:47 Tim Thomas tryggði Phoenix framlengingu með þriggja stiga skoti skömmu fyrir leikslok og reyndist hetja liðsins á lokasprettinum NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira