Detroit lék sér að Cleveland 8. maí 2006 05:30 Tayshaun Prince og Chauncey Billups hjá Detroit ganga hér glottandi af velli í gær, en fyrsti leikur þeirra gegn Cleveland í gær var í raun ekki meira en létt æfing fyrir þá NordicPhotos/GettyImages Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira