Varnarleikur meistaranna gerði útslagið 8. maí 2006 05:45 Hér eigast þeir við í leiknum í gær, Bruce Bowen og Dirk Nowitzki, en þeir eiga eftir að kljást mikið áður en úrslit liggja fyrir í einvígi San Antonio og Dallas NordicPhotos/GettyImages San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
San Antonio hafði ekki nema einn og hálfan sólarhring til að jafna sig eftir viðureign sína við Sacramento í fyrstu umferðinni áður en liðið sneri aftur heim og tók á móti Dallasí fyrsta leik annarar umferðarinnar í Vesturdeildinni. Meistararnir skelltu í lás í vörninni á lokasprettinum í hnífjöfnum leik og höfðu sigur 87-85. Tim Duncan átti frábæran leik fyrir San Antonio í gær, skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst. Tony Parker skoraði 19 stig og Manu Ginobili bætti við 15 stigum. Varamaðurinn Jerry Stackhouse skoraði 24 stig fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst og Josh Howard skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. "Ég tek eftir því að sum lið eru hætt að tvídekka Tim Duncan. Það er mjög slæm hugmynd. Hann var frábær í kvöld og þegar hann er að spila svona vel er eftirleikurinn okkur hinum svo miklu auðveldari," sagði Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio um leikaðferð Dallas. Leikurinn var í járnum allan tímann, en eins og áður sagði var það varnarleikur heimamanna sem gerði útslagið. Dallas skoraði ekki körfu utan af velli á síðustu þremur mínútum leiksins. Það var ekki síst varnarjaxlinn Bruce Bowen sem var hetja San Antonio, því hann skoraði það sem reyndist sigurkarfa liðsins þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum - og náði svo að hanga á Dirk Nowitzki í lokin og koma í veg fyrir að hann næði góðu skoti til að reyna að jafna leikinn. Það kom í hlut Jerry Stackhouse að eiga síðasta skot Dallas í leiknum, sem var örvæntingarfullt og illa ígrundað þriggja stiga skot úr horninu sem var fjarri því að hitta. Flest bendir til þess að einvígi þessara liða verði jafnt og æsispennandi, því liðin gjörþekkja hvort annað. Avery Johnson, þjálfari Dallas, spilaði í mörg ár undir stjórn Gregg Popovich, þjálfara San Antonio. Michael Finley, núverandi leikmaður San Antonio, lék áður í níu ár með Dallas.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira